Innlent

Hálkublettir og snjór á fjallvegum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hálkublettir gætu myndast á fjallvegum, einkum á Norður- og Austurlandi.
Hálkublettir gætu myndast á fjallvegum, einkum á Norður- og Austurlandi. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson

Í dag má búast við vaxandi norðaustanátt og víða verður stinningskaldi eða allhvasst. Þá verður hvassviðri norðvestantil í kvöld en bjart veður sunnanlands, annars víða rigning, einkum á norðaustanverðu landinu og þar snjóar í fjöll. Hiti 3 til 10 stig, mildast syðst.

Greiðfært er á flestum aðalleiðum en með kólnandi veðri og éljagangi hafa myndast hálkublettir og jafnvel krapi á nokkrum fjallvegum á Norður- og Austurlandi og Vestfjörðum, að því er segir á vef Vegagerðarinnar.

Á morgun má búast við Norðaustan 8-13 m/s og dálítilli rigningu eða slyddu á Norður- og Austurlandi. Stöku él með kvöldinu en þurrt sunnan- og vestanlands. Um helgina er svo útlit fyrir hægan vind, þurrt veður að mestu og svalt.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Norðaustan 8-13 m/s og dálítil slydda eða rigning á N- og A-landi, en bjart veður SV-lands. Hiti 1 til 9 stig, mildast syðst.

Á laugardag og sunnudag:
Hæg austlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum.Vægt frost NA-lands, en upp í 6 stiga hita við S- og V-ströndina.

Á mánudag:
Austanátt og rigning SA-til á landinu, annars úrkomulítið. Heldur hlýnandi.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Austanátt, rigning með köflum og milt veður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.