Innlent

Heimspólitíkin við Hringborðið og varnarlaus forsætisráðherra í Víglínunni

Andri Eysteinsson skrifar

Hringborð norðurslóða, Arctic Circle, sem haldið er árlega í Hörpu er stærsti vettvangur norðurslóðamála í heiminum. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Ólaf Ragnar Grímsson formann Hringborðsins til sín í Víglínuna á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40. En hann hefur meðal annars sagt að stórveldin Bandaríkin, Rússland og Kína nýti Hringborðið til að marka sér stöðu á Norðurslóðum.

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og vísindamálaráðherra og Margrét Tryggvadóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar mæta einnig í Víglínuna og ræða meðal annars um norðirslóðir en líka um umræðu sem átti sér stað á Alþingi í vikunni um bætur til þeirra sem sýknaðir hafa verið í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Það var eftir því tekið að forsætisráðherra beygði af undir lok síðustu ræðu sinnar í umræðunni enda hafði hún nánast ein mælt með frumvarpinu og sat undir á köflum hvassri gagnrýni. Þá var eftir því tekið að enginn stjórnarþingmaður kom forsætisráðherra til varnar.

Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.