Lífið

„Þetta er mjög óhollt líf“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Júníus alltaf skemmtilegur í viðtölum.
Júníus alltaf skemmtilegur í viðtölum.
Framkoma með Fannari Sveinssyni var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi og voru gestir þáttarins að þessu sinni Agnes Biskup, Ingólfur Þórarinsson og Júníus Meyvant.Fannar fylgdist  með þeim í öllum undirbúningi þar til að þau áttu að koma fram.Júníus Meyvant var heldur betur rólegur áður en hann átti að stíga á svið í Kaupmannahöfn og kom til að mynda á tónleikastaðinn aðeins nokkrum mínútum áður en hann átti að koma fram. Tónleikagestir voru til að mynda mættir á staðinn á undan honum.„Ég panta mér rosalega mikið af pítsum fyrir tónleika,“ segir Júníus þegar hann sat með Fannari á ítölskum veitingastað við Strikið í Kaupamannahöfn.„Ég kann vel við þennan lífstíl en það er ekki gaman að gera þetta of lengi. Það er ekkert gaman að túra og túra og túra og maður verður að komast heim til sín. Þetta er mjög óhollt líf myndi ég segja. Það er enginn svona rótfesta og þú lifir í ferðatösku og tekur einn dag í einu. Þetta er mjög einfalt líf og það er enginn að rugla í þér og hringja og biðja um einhverja greiða,“ segir Júníus en hér að neðan má sjá atriði úr þætti gærkvöldsins.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.