Iðnaðarráðherra segir að bæta þurfi dreifikerfi raforku Heimir Már Pétursson skrifar 16. október 2019 19:30 Iðnaðarráðherra segir ekki hafa gengið nógu vel að byggja upp dreifikerfi raforku í landinu. Hægt sé að auka samkeppni í raforkumálum án þess að selja orkufyrirtæki í opinberri eigu eða dreifikerfið. Samtök iðnaðarins kalla eftir aðgerðum til að auka samkeppni á orkumarkaði. Samtök iðnaðarins boðuðu til fundar með iðnaðarráðherra og hagsmunaaðilum í dag í tilefni útkomu rits samtakanna um íslenska raforku. Þar eru kynntar níu tillögur sem miða eiga að því að auka samkeppni á raforkumarkaði og þar með samkeppnishæfni fyrirtækja og einstakra svæða á landinu. Guðrún hafsteinsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins segir meðal annars lagt til að skilið verði á milli eignartengsla Landsvirkjunar og Landsnets og fyrirtækjum verði heimilað að selja aftur út í dreifikerfið umframorku þau það nýtir ekki. „Við leggjum einnig til að ríkið komi að því að koma hér á virkari raforkumarkaði. Við erum líka að hvetja ríkið til að koma að málaflokknum með grænum sköttum. Sem yrði þá hvatning til fyrirtækja til að gera enn betur,“ segir Guðrún. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra segir grundvallaratriði að hafa nægjanlegt framboð á raforku og í því samhengi sé vaxandi áhugi á vindorku. „Sem að ég held að sé jákvætt og sé góður kostur. Við eigum erum að vinna stíft í því að klára að svara ákveðnum spurningum um það. Hvernig á regluverið að líta út, í hvaða ferli eiga slíkar umsóknir að fara. Það er eitt. Svo erum við að tala um að jafna dreifikostnað raforku. Sem mér finnst vera mikið þjóðþrifamál og sanngirnismál,“ segir Þórdís Kolbrún. Ísland sé nú þegar samkeppnishæft í verði á raforku eins og sjá megi á fjölda álvera og vaxandi áhuga á að setja upp gagnaver í landinu. Þá hafi aldrei verið gengið eins langt og nú við að skilja af Landsvirkjun og Landsnet en bæta þurfi dreifikerfið. „Það hefur auðvitað ekki gengið nægjanlega vel að byggja upp flutningskerfi raforku. En við vitum alveg að það eru ákveðnar framkvæmdir sem ganga þokkalega núna eins og Kröflulína. En það eru aðrar línur sem eru mikilvægar í þeim efnum,“ segir iðnaðarráðherra. Það sé hægt að auka samkeppni í raforku án þess að selja eignir ríkisins. „En við erum ekki að fara að selja nein orkufyrirtæki sem í dag eru í ríkiseigu. Ekki heldur hvorki Landsnet né einhverjar dreifiveitur. Það er ekkert slíkt á dagskrá,“ segir Þórdís Kolbrún. Byggðamál Orkumál Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Sjá meira
Iðnaðarráðherra segir ekki hafa gengið nógu vel að byggja upp dreifikerfi raforku í landinu. Hægt sé að auka samkeppni í raforkumálum án þess að selja orkufyrirtæki í opinberri eigu eða dreifikerfið. Samtök iðnaðarins kalla eftir aðgerðum til að auka samkeppni á orkumarkaði. Samtök iðnaðarins boðuðu til fundar með iðnaðarráðherra og hagsmunaaðilum í dag í tilefni útkomu rits samtakanna um íslenska raforku. Þar eru kynntar níu tillögur sem miða eiga að því að auka samkeppni á raforkumarkaði og þar með samkeppnishæfni fyrirtækja og einstakra svæða á landinu. Guðrún hafsteinsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins segir meðal annars lagt til að skilið verði á milli eignartengsla Landsvirkjunar og Landsnets og fyrirtækjum verði heimilað að selja aftur út í dreifikerfið umframorku þau það nýtir ekki. „Við leggjum einnig til að ríkið komi að því að koma hér á virkari raforkumarkaði. Við erum líka að hvetja ríkið til að koma að málaflokknum með grænum sköttum. Sem yrði þá hvatning til fyrirtækja til að gera enn betur,“ segir Guðrún. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra segir grundvallaratriði að hafa nægjanlegt framboð á raforku og í því samhengi sé vaxandi áhugi á vindorku. „Sem að ég held að sé jákvætt og sé góður kostur. Við eigum erum að vinna stíft í því að klára að svara ákveðnum spurningum um það. Hvernig á regluverið að líta út, í hvaða ferli eiga slíkar umsóknir að fara. Það er eitt. Svo erum við að tala um að jafna dreifikostnað raforku. Sem mér finnst vera mikið þjóðþrifamál og sanngirnismál,“ segir Þórdís Kolbrún. Ísland sé nú þegar samkeppnishæft í verði á raforku eins og sjá megi á fjölda álvera og vaxandi áhuga á að setja upp gagnaver í landinu. Þá hafi aldrei verið gengið eins langt og nú við að skilja af Landsvirkjun og Landsnet en bæta þurfi dreifikerfið. „Það hefur auðvitað ekki gengið nægjanlega vel að byggja upp flutningskerfi raforku. En við vitum alveg að það eru ákveðnar framkvæmdir sem ganga þokkalega núna eins og Kröflulína. En það eru aðrar línur sem eru mikilvægar í þeim efnum,“ segir iðnaðarráðherra. Það sé hægt að auka samkeppni í raforku án þess að selja eignir ríkisins. „En við erum ekki að fara að selja nein orkufyrirtæki sem í dag eru í ríkiseigu. Ekki heldur hvorki Landsnet né einhverjar dreifiveitur. Það er ekkert slíkt á dagskrá,“ segir Þórdís Kolbrún.
Byggðamál Orkumál Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Sjá meira