Enski boltinn

„Þessir menn eiga ekki skilið að fá að horfa á fótbolta“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hinn grjótharði Neil Warnock.
Hinn grjótharði Neil Warnock. vísir/getty
Neil Warnock, stjóri Cardiff í ensku B-deildinni, segir að búlgörsku stuðningsmennirnir sem höguðu sér illa á leik Búlgaríu og Englands á dögunum eiga ekki skilið að horfa á fótbolta.Mikið hefur verið rætt og ritað um rasismann sem átti sér stað í Búlgaríu er England kom í heimsókn á dögunum en stjórinn reynslumikli segir þó að Englendingarnir séu ekki bestir hvað þetta varðar.„Ekki gera nein mistök. Við erum ekki saklaus. Ég ferðast vítt um landið og við erum ekki saklaus og mér finnst við heldur ekki vera að gera nóg,“ sagði Warnock.„Ég held að við höfum tekið skref fram á við á síðustu tíu árum en það er enn langur vegur og við þurfum að vera með harðari refsingar.“Forseti UEFA, Aleksander Ceferin, sagði eftir leikinn að samfélagið í heild sinni þyrfti að berjast gegn rasisma en Warnock segir að UEFA þurfi að setja tóninn.„Búlgararnir höfðu planað þetta. Þetta gerðist ekki bara allt í einu heldur var vandlega planað. Ég sá að forsetinn hafi beðið forseta sambandsins að segja af sér og það er ekki bara það, UEFA ætti að sparka þeim úr keppninni.“„Það er ekki gott að sekta þá. Þessir menn eiga ekki skilið að fá að horfa á fótbolta og ef lögreglan í Búlgaríu getur ekki stýrt þeirra eigin stuðningsmönnum þá er það undir UEFA komið.“„Þá er einungis eitt í stöðunni og það er að sparka þeim úr keppninni,“ bætti hinn grjótharði Warnock við að lokum.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.