Lífið

Hildur Vala og Jón Ólafs selja hæð á Tómasarhaga á níutíu milljónir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tómasarhagi þykir einstaklega falleg gata.
Tómasarhagi þykir einstaklega falleg gata.

Hjónin Hildur Vala Einarsdóttir og Jón Ólafsson hafa sett hæðina á Tómasarhaga vestur í bæ á sölu en ásett verð er 91,9 milljónir. Mbl greinir frá en húsið er byggt árið 1958.

Í því eru fjögur svefnherbergi og eitt baðherbergi. Fasteignamatið á eigninni er 67 milljónir en um er ræða glæsilega og nýlega uppgerð sérhæð með sjávarútsýni við þessa fallegu götu í Vesturbænum.

Hildur Vala og Jón Ólafs eru bæði færir tónlistarmenn og var eignin sett á sölu fyrir þremur dögum.

Hér að neðan má sjá myndir af eigninni.

Falleg hæð á besta stað.
Lagleg borðstofa með fallegu útsýni.
Eldhúsið er opið fram í stofu.
Stórt og rúmgott hjónaherbergi.
Stór og björt setustofa.
Baðherbergið nýlega uppgert.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.