Innlent

Sjóðandi heitt vatn streymir úr hitaveituholu við golfvöllinn í Grafarvogi

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Íbúar í Grafarvogi eru beðnir að fara varlega séu þeir á ferð í nágrenni við holunnar en hún er við enda fjölfarins göngustígs.
Íbúar í Grafarvogi eru beðnir að fara varlega séu þeir á ferð í nágrenni við holunnar en hún er við enda fjölfarins göngustígs.
Um sjötíu gráðu heitt vatn streymir nú úr hitaveituholu við golfvöllinn í Grafarvogi og út í sjó. Holan hefur ekki verið virkjuð en leka fór úr henni í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum en orsökin er talin vera framkvæmdir Veitna í Geldinganesi þar sem verið er að örva borholu.

Búið er að girða svæðið af í kringum holuna og merkja en búast má við að vatn komi úr henni á meðan á framkvæmdum stendur í Geldinganesi, næstu tvær vikur.

Íbúar í Grafarvogi eru beðnir að fara varlega séu þeir á ferð í nágrenni við holunnar en hún er við enda fjölfarins göngustígs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×