Innlent

Vilja öflugra eftirlit með lögreglu

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Nefndin kemur kvörtunum undan lögreglu í farveg.
Nefndin kemur kvörtunum undan lögreglu í farveg. Fréttablaðið/Ernir
Nefnd um eftirlit með lögreglu telur þörf fyrir öflugra eftirlit með lögreglu og víðtækari rannsóknarheimildir en nú er hjá nefndinni. Þetta kemur fram í umsögn nefndarinnar til allsherjar- og menntamálanefndar um þingsályktunartillögu Helga Hrafns Gunnarssonar um sjálfstætt eftirlit með störfum lögreglu.Í umsögninni segir að það myndi auka slagkraft nefndarinnar verulega „ef bæði lagaheimildir nefndarinnar og starfsumhverfi gerðu það kleift að hjá nefndinni væri starfandi rannsakandi sem kæmi að rannsókn þeirra mála sem nefndin hefði til meðferðar hverju sinni“.Hlutverk nefndarinnar er að koma kvörtunum undan lögreglu í viðeigandi farveg og eftir atvikum koma með athugasemdir við afgreiðslu og meðferð mála. Nefndin hefur hins vegar engar sjálfstæðar rannsóknarheimildir í dag og „getur hvorki beitt lögreglumenn eða lögreglustjóra viðurlögum vegna brota í starfi, né lagt slíkt til við lögreglustjóra sem þeirra yfirmenn“, eins og segir í umsögninni.Málum hefur fjölgað gríðarlega á þeim þremur árum sem hún hefur starfað. Nefndin fær um 18 milljónir á ári og telur formaður hennar að aukið fé þurfi til.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.