Lína Birgitta lýsir erfiðri baráttu við búlimíu Stefán Árni Pálsson skrifar 18. október 2019 10:30 Lína Birgitta var í Íslandi í dag í gærkvöldi og sagði þar sögu sína í tengslum við búlimíu. Samfélagsmiðlastjarnan og áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir barðist í mörg ár við átröskunina búlimíu, þar sem hún kastaði upp eftir hverja máltíð til þess að koma í veg fyrir að fitna. Eftir að hafa fengið aðstoð er hún í dag orðin heilbrigður íþróttaþjálfari og hannar íþróttafatnað. Vala Matt ræddi við Línu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Búlimía er partur af átröskun sem virkar semsagt þannig að þú framkvæmir uppköst og það yfirleitt eftir stórar máltíðir og líka litlar. Þetta verður svona eins og lotugræðgi. Þú borðar eftir lotum og stundum bara treður þú endalausu ofan í þig og svo eftir það ferðu inn á bað og kastar upp,“ segir Lína. „Eins og ég var þá fékk ég mér kannski bara salat og fór samt og kastaði upp. Þetta var mín aðferð til þess að fitna ekki. Þegar þú ert orðin vön því að gera þetta þá getur maður í raun bara hallað sér fram og þá kemur maturinn út.“ Lína segist hafa barist við sjúkdóminn frá 13 ára aldri til 24 ára.Birgitta er mjög ánægð með vöxt sinn í dag.„Ég fattaði ekki að ég væri með búlimíu. Þetta var meira stelpurnar í kringum mig sem voru að segja við mig að þetta væri óeðlilegt. Ég hélt að flestar stelpur væru að þessu til að fitna ekki en það er ekki þannig. Ég man þegar stelpurnar nefndu þetta við mig þá fór ég í svo mikla vörn, varð mjög reið og í raun brjáluð. Svo er ég einnig með magasjúkdóm og því var ég farin að segja við mig að ég mætti í raun æla. Þetta var allt komið í þvílíkan vítahring,“ segir Lína sem leitaði sér aðstoðar eftir að ein vinkonan tók hana afsíðis og ræddi alvarlega við hana. „Þá var þetta orðið þannig að ég sagði bara við stelpurnar að ég ætlaði að fara inn á klósett til að æla. Ég var alveg hætt að fela þetta. Þá talaði ég við heimilislæknirinn minn sem sendi beiðni inn á Hvítabandið sem er á vegum geðdeildar. Þessi stutti tími sem ég var þar hjálpaði mér gjörsamlega. Hvert einasta atriði sem ég lærði þar tók ég gjörsamlega til mín.“ Hún segist ekki vita hvaðan hún fékk þessa hugmynd að byrja kasta upp. „Ég var rosalega þybbin sem barn og fékk rosalega oft að heyra það. Ef maður elst upp við svona þá hugsaði ég bara hvað ég gæti gert til þess að vera ekki þybbin. Þannig byrjaði þetta og svo tók við ógeðslegur vítahringur og varð bara meira og meira.“ Ísland í dag Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
Samfélagsmiðlastjarnan og áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir barðist í mörg ár við átröskunina búlimíu, þar sem hún kastaði upp eftir hverja máltíð til þess að koma í veg fyrir að fitna. Eftir að hafa fengið aðstoð er hún í dag orðin heilbrigður íþróttaþjálfari og hannar íþróttafatnað. Vala Matt ræddi við Línu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Búlimía er partur af átröskun sem virkar semsagt þannig að þú framkvæmir uppköst og það yfirleitt eftir stórar máltíðir og líka litlar. Þetta verður svona eins og lotugræðgi. Þú borðar eftir lotum og stundum bara treður þú endalausu ofan í þig og svo eftir það ferðu inn á bað og kastar upp,“ segir Lína. „Eins og ég var þá fékk ég mér kannski bara salat og fór samt og kastaði upp. Þetta var mín aðferð til þess að fitna ekki. Þegar þú ert orðin vön því að gera þetta þá getur maður í raun bara hallað sér fram og þá kemur maturinn út.“ Lína segist hafa barist við sjúkdóminn frá 13 ára aldri til 24 ára.Birgitta er mjög ánægð með vöxt sinn í dag.„Ég fattaði ekki að ég væri með búlimíu. Þetta var meira stelpurnar í kringum mig sem voru að segja við mig að þetta væri óeðlilegt. Ég hélt að flestar stelpur væru að þessu til að fitna ekki en það er ekki þannig. Ég man þegar stelpurnar nefndu þetta við mig þá fór ég í svo mikla vörn, varð mjög reið og í raun brjáluð. Svo er ég einnig með magasjúkdóm og því var ég farin að segja við mig að ég mætti í raun æla. Þetta var allt komið í þvílíkan vítahring,“ segir Lína sem leitaði sér aðstoðar eftir að ein vinkonan tók hana afsíðis og ræddi alvarlega við hana. „Þá var þetta orðið þannig að ég sagði bara við stelpurnar að ég ætlaði að fara inn á klósett til að æla. Ég var alveg hætt að fela þetta. Þá talaði ég við heimilislæknirinn minn sem sendi beiðni inn á Hvítabandið sem er á vegum geðdeildar. Þessi stutti tími sem ég var þar hjálpaði mér gjörsamlega. Hvert einasta atriði sem ég lærði þar tók ég gjörsamlega til mín.“ Hún segist ekki vita hvaðan hún fékk þessa hugmynd að byrja kasta upp. „Ég var rosalega þybbin sem barn og fékk rosalega oft að heyra það. Ef maður elst upp við svona þá hugsaði ég bara hvað ég gæti gert til þess að vera ekki þybbin. Þannig byrjaði þetta og svo tók við ógeðslegur vítahringur og varð bara meira og meira.“
Ísland í dag Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira