Alli bjargaði stigi fyrir Tottenham

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alli kom í veg fyrir fyrsta sigur Watford
Alli kom í veg fyrir fyrsta sigur Watford vísir/getty
Mark Dele Alli á lokamínútum leiks Tottenham og Watford kom í veg fyrir að Watford næði í sinn fyrsta sigur á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni.

Watford komst yfir snemma leiks með marki Abdoulaye Doucoure eftir fyrirgjöf frá Daryl Janmaat. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Watford.

Gestirnir í Watford höfðu orðið fyrir áfalli snemma leiks þegar Danny Welbeck þurfti að fara af velli vegna meiðsla.

Þrátt fyrir það náðu gestirnir að halda aftur af liði Tottenham allt þar til á 86. mínútu þegar Dele Alli skoraði eftir að Ben Foster mistókst að handsama fyrirgjöf inn í teiginn.

Nokkur misskilningur var í kringum markið því það fór í skoðun myndbandsdómara sem dæmdi markið gilt, en skjárinn á vellinum sagði að markið hafi verið dæmt ógilt. Eftir nokkurn misskilning var þó ljóst að markið stæði og Tottenham náði að bjarga stigi.

Watford er enn á botni ensku úrvalsdeildarinnar og aðeins með fjögur stig eftir níu leiki. Tottenham er í sjöunda sæti með tólf stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira