United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2025 21:53 Idrissa Gana Gueye missti stjórn á sér og gaf Michael Keane kinnhest. Hann fékk að sjálfsögðu rauða spjaldið fyrir. Getty/Carl Recine Þrátt fyrir að hafa misst Idrissa Gana Gueye af velli með rautt spjald, fyrir að slá liðsfélaga sinn, náðu tíu baráttuglaðir Everton-menn að landa frábærum 1-0 sigri gegn Manchester United á Old Trafford í kvöld, þegar tólftu umferð ensku úrvalsdeildarinnar lauk. Gueye var rekinn af velli strax á 13. mínútu leiksins, eftir að þeim Michael Keane sinnaðist með þeim afleiðingum að Gueye sló í andlit Keane. Þetta ótrúlega atvik má sjá hér að neðan. United náði hins vegar engan veginn að nýta þessa gjöf frá Gueye. Rauða spjaldið virtist bara hafa hvetjandi áhrif á Everton-liðið á meðan að United, sem óvænt var án Matheus Cunha sem meiðst hafði á æfingu, var fjarri sínu bestu eftir að hafa farið taplaust í gegnum fimm síðustu deildarleikina fyrir landsleikjahléið. Kiernan Dewsbury-Hall skoraði sigurmarkið á 29. mínútu, með fínu skoti við vítateiginn sem Senne Lammens réði ekki við. Liðin núna jöfn að stigum United var vissulega mun meira með boltann það sem eftir lifði leiks en skapaði sér sjaldan færi. Fáein ágæt skot þar til á lokakafla leiksins þegar Joshua Zirkzee átti tvo stórhættulega skalla sem Jordan Pickford sá hins vegar við. United hefði með sigri getað komist upp í Meistaradeildarsæti en er þess í stað áfram með 18 stig, líkt og Everton, Tottenham og Liverpool, í 9.-12. sæti. Liðin eru ellefu stigum á eftir toppliði Arsenal. Enski boltinn
Þrátt fyrir að hafa misst Idrissa Gana Gueye af velli með rautt spjald, fyrir að slá liðsfélaga sinn, náðu tíu baráttuglaðir Everton-menn að landa frábærum 1-0 sigri gegn Manchester United á Old Trafford í kvöld, þegar tólftu umferð ensku úrvalsdeildarinnar lauk. Gueye var rekinn af velli strax á 13. mínútu leiksins, eftir að þeim Michael Keane sinnaðist með þeim afleiðingum að Gueye sló í andlit Keane. Þetta ótrúlega atvik má sjá hér að neðan. United náði hins vegar engan veginn að nýta þessa gjöf frá Gueye. Rauða spjaldið virtist bara hafa hvetjandi áhrif á Everton-liðið á meðan að United, sem óvænt var án Matheus Cunha sem meiðst hafði á æfingu, var fjarri sínu bestu eftir að hafa farið taplaust í gegnum fimm síðustu deildarleikina fyrir landsleikjahléið. Kiernan Dewsbury-Hall skoraði sigurmarkið á 29. mínútu, með fínu skoti við vítateiginn sem Senne Lammens réði ekki við. Liðin núna jöfn að stigum United var vissulega mun meira með boltann það sem eftir lifði leiks en skapaði sér sjaldan færi. Fáein ágæt skot þar til á lokakafla leiksins þegar Joshua Zirkzee átti tvo stórhættulega skalla sem Jordan Pickford sá hins vegar við. United hefði með sigri getað komist upp í Meistaradeildarsæti en er þess í stað áfram með 18 stig, líkt og Everton, Tottenham og Liverpool, í 9.-12. sæti. Liðin eru ellefu stigum á eftir toppliði Arsenal.