Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Sindri Sverrisson skrifar 26. nóvember 2025 08:31 Estevao fagnar hér markinu glæsilega sem hann skoraði gegn Barcelona í gær. Getty/James Gill Það voru skoruð glæsileg mörk í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld og nú má sjá þau á Vísi. Chelsea vann frábæran 3-0 sigur gegn Barcelona í stórleik kvöldsins þar sem átján ára vonarstjarna Brasilíu, Estevao, hélt áfram að minna á sig. Mark Estevao kom eftir frábæran sprett í gegnum miðja vörn Barcelona. Áður hafði Jules Koundé skorað sjálfsmark og þriðja mark Chelsea var svo úr smiðju Liams Delap. Þar að auki voru í fyrri hálfleiknum tvö mörk dæmd af heimsmeisturunum. Í Frakklandi vann Marseille 2-1 sigur gegn Newcastle. Harvey Barnes kom gestunum yfir en hinn 36 ára gamli Pierre Emerick Aubameyang tryggði Marseille sigur, meðal annars með því að nýta sér glórulaust úthlaup Nick Pope úr marki Newcastle. Manchester City varð að sætta sig við 2-0 tap á heimavelli gegn Leverkusen þar sem þeir Alejandro Grimaldo og Patrik Schick skoruðu mörkin. Í Noregi vann Juventus 3-2 útisigur gegn Bodö/Glimt með sigurmarki Jonathan David í uppbótartíma, eftir að Sondre Fet hafði jafnað metin skömmu áður úr víti. Weston McKennie og Lois Openda skoruðu einnig fyrir Juventus eftir að Ole Didrik Blomberg hafði komið norska liðinu yfir. Scott McTominay var svo maðurinn á bakvið 2-0 sigur Napoli gegn Qarabag þar sem hann skoraði fyrra markið og átti svo eins konar bakfallsspyrnu í seinna markinu sem fór af varnarmanni og í netið. Þá vann Dortmund frábæran 4-0 sigur gegn Villarreal í Þýskalandi. Serhou Guirassy skoraði fyrsta markið og gestirnir misstu svo Juan Foyth af velli með rautt spjald. Guirassy skoraði aftur á 54. mínútu og Karim Adeyemi strax í kjölfarið, áður en Daniel Svensson innsiglaði sigurinn í lokin. Loks gerðu Slavia Prag og Athletic Bilbao markalaust jafntefli. Fyrr í gær vann svo Benfica 2-0 útisigur gegn Ajax og Union SG öflugan 1-0 útisigur gegn Galatasaray. Það verður svo sannkölluð veisla í kvöld þegar fimmtu umferð lýkur með fjölda leikja, þar á meðal stórleik Arsenal og Bayern. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Man. City - Brighton | Mávarnir garga á lið í leit að sigri Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Sjá meira
Mark Estevao kom eftir frábæran sprett í gegnum miðja vörn Barcelona. Áður hafði Jules Koundé skorað sjálfsmark og þriðja mark Chelsea var svo úr smiðju Liams Delap. Þar að auki voru í fyrri hálfleiknum tvö mörk dæmd af heimsmeisturunum. Í Frakklandi vann Marseille 2-1 sigur gegn Newcastle. Harvey Barnes kom gestunum yfir en hinn 36 ára gamli Pierre Emerick Aubameyang tryggði Marseille sigur, meðal annars með því að nýta sér glórulaust úthlaup Nick Pope úr marki Newcastle. Manchester City varð að sætta sig við 2-0 tap á heimavelli gegn Leverkusen þar sem þeir Alejandro Grimaldo og Patrik Schick skoruðu mörkin. Í Noregi vann Juventus 3-2 útisigur gegn Bodö/Glimt með sigurmarki Jonathan David í uppbótartíma, eftir að Sondre Fet hafði jafnað metin skömmu áður úr víti. Weston McKennie og Lois Openda skoruðu einnig fyrir Juventus eftir að Ole Didrik Blomberg hafði komið norska liðinu yfir. Scott McTominay var svo maðurinn á bakvið 2-0 sigur Napoli gegn Qarabag þar sem hann skoraði fyrra markið og átti svo eins konar bakfallsspyrnu í seinna markinu sem fór af varnarmanni og í netið. Þá vann Dortmund frábæran 4-0 sigur gegn Villarreal í Þýskalandi. Serhou Guirassy skoraði fyrsta markið og gestirnir misstu svo Juan Foyth af velli með rautt spjald. Guirassy skoraði aftur á 54. mínútu og Karim Adeyemi strax í kjölfarið, áður en Daniel Svensson innsiglaði sigurinn í lokin. Loks gerðu Slavia Prag og Athletic Bilbao markalaust jafntefli. Fyrr í gær vann svo Benfica 2-0 útisigur gegn Ajax og Union SG öflugan 1-0 útisigur gegn Galatasaray. Það verður svo sannkölluð veisla í kvöld þegar fimmtu umferð lýkur með fjölda leikja, þar á meðal stórleik Arsenal og Bayern.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Man. City - Brighton | Mávarnir garga á lið í leit að sigri Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Sjá meira