Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2025 19:26 Harvey Barnes fagnar fyrra marki sínu fyirr Newcastle á móti Manchester City í kvöld. Getty/Stu Forster Newcastle vann 2-1 sigur á Manchester City á St. James' Park í frábærum leik í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þessi úrslit eru fagnaðarefni fyrir Arsenal sem getur farið aðeins afslappaðra inn í leikinn á móti Tottenham á morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, nær að fagna sigri í stjóraslag á móti Pep Guardiola. Manchester City var búið að vinna tvo deildarleiki í röð og fimm af síðustu sex deildarleikjum sínum og hefði minnkað forskot Arsenal á toppnum í eitt stig með sigri. Arsenal verður alltaf með þriggja stiga forskot hvernig sem fer í Norður-London-slagnum á morgun. Newcastle-menn fögnuðu mikilvægum sigri enda liðið að dragast niður í fallbaráttuna eftir erfitt gengi að undanförnu. Harvey Barnes var hetja Newcastle og skoraði bæði mörkin en hann hefði auðveldlega getað skorað þrennu í þessum leik. Það var markalaust í hálfleik en það vantaði þó ekki færin í fyrri hálfleikinn. Báðir markverðir liðanna, Nick Pope hjá Newcastle og Gianluigi Donnarumma hjá City, höfðu í nægu að snúast. Harvey Barnes kom svo Newcastle í 1-0 á 63. mínútu eftir hraða sókn og sendingu frá Bruno Guimaraes. Hann hafði klúðrað algjöru drauðafæri í fyrri hálfleik en nætti fyrir það. Það tók City aðeins fimm mínútur að jafna en það skoraði miðvörðurinn Ruben Dias eftir hornspyrnu. Newcastle komst aftur yfir strax aftur en Barnes kom þá boltanum yfir línuna eftir að Guimaraes skallaði boltann í slána. Myndbandsdómararnir voru lengi að skoða markið og það munaði mjög litlu að Guimaraes hefði verið rangstæður áður en hann skallaði boltann í slána. Eftir þetta mark lá mikið á Newcastle-mönnum sem voru dyggilega studdir áfram af troðfullum St. James' Park. Enski boltinn Fótbolti
Newcastle vann 2-1 sigur á Manchester City á St. James' Park í frábærum leik í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þessi úrslit eru fagnaðarefni fyrir Arsenal sem getur farið aðeins afslappaðra inn í leikinn á móti Tottenham á morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, nær að fagna sigri í stjóraslag á móti Pep Guardiola. Manchester City var búið að vinna tvo deildarleiki í röð og fimm af síðustu sex deildarleikjum sínum og hefði minnkað forskot Arsenal á toppnum í eitt stig með sigri. Arsenal verður alltaf með þriggja stiga forskot hvernig sem fer í Norður-London-slagnum á morgun. Newcastle-menn fögnuðu mikilvægum sigri enda liðið að dragast niður í fallbaráttuna eftir erfitt gengi að undanförnu. Harvey Barnes var hetja Newcastle og skoraði bæði mörkin en hann hefði auðveldlega getað skorað þrennu í þessum leik. Það var markalaust í hálfleik en það vantaði þó ekki færin í fyrri hálfleikinn. Báðir markverðir liðanna, Nick Pope hjá Newcastle og Gianluigi Donnarumma hjá City, höfðu í nægu að snúast. Harvey Barnes kom svo Newcastle í 1-0 á 63. mínútu eftir hraða sókn og sendingu frá Bruno Guimaraes. Hann hafði klúðrað algjöru drauðafæri í fyrri hálfleik en nætti fyrir það. Það tók City aðeins fimm mínútur að jafna en það skoraði miðvörðurinn Ruben Dias eftir hornspyrnu. Newcastle komst aftur yfir strax aftur en Barnes kom þá boltanum yfir línuna eftir að Guimaraes skallaði boltann í slána. Myndbandsdómararnir voru lengi að skoða markið og það munaði mjög litlu að Guimaraes hefði verið rangstæður áður en hann skallaði boltann í slána. Eftir þetta mark lá mikið á Newcastle-mönnum sem voru dyggilega studdir áfram af troðfullum St. James' Park.