Menning

Óperu­söng­konan Jes­sye Norman er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Jessye Norman söng á innsetningarathöfnum Bandaríkjaforsetanna Ronald Reagan og Bill Clinton.
Jessye Norman söng á innsetningarathöfnum Bandaríkjaforsetanna Ronald Reagan og Bill Clinton. Getty
Bandaríska óperusöngkonan Jessye Norman, ein nafntogaðasta sópransöngkona tuttugasta aldarinnar, er látin, 74 ára að aldri.BBC segir frá því að Norman hafi alist upp í Georgíu-ríki og verið ein af fáum svörtum söngkonum sem hafi komist til æðstu metorða í heimi óperutónlistar.Hún söng mikið í evrópskum óperuhúsum, meðal annars Belín, á áttunda áratugnum og kom svo fyrst fram í Metropolitan-óperunni í New York árið 1983. Vann hún til fjölda verðlauna á ferli sínum, meðal annars Grammy-verðlauna og hjá Kennedy Center.Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Norman segir að hún hafi andast á sjúkrahúsi í New York eftir blóðsýkingarlost og líffæri gáfu sig, sem tengist mænuskaða sem hún varð fyrir árið 2015.Norman söng á innsetningarathöfnum Bandaríkjaforsetanna Ronald Reagan og Bill Clinton, auk viðburðar þar sem sextíu ára afmæli Elísabetar Bretadrottningar var fagnað.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.