Hviður gætu náð allt að 35 metrum á sekúndu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. október 2019 14:55 Vindaspá Veðurstofunnar fyrir annað kvöld klukkan 18. veðurstofa íslands Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland, Faxaflóa og miðhálendið þar sem búast má við hvassviðri eða stormi á morgun og fram á laugardag. Gætu staðbundnar hviður náð allt að 35 metrum á sekúndu. Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir um hefðbundna haustlægð að ræða þótt ekki fylgi mikil úrkoma. Þá er von á annarri lægð eftir helgi sem mun hafa áhrif víðar um landið eins og spár líta út í augnablikinu að sögn Eiríks. Að því er segir á vef Veðurstofunnar mun viðvörunin taka gildi klukkan níu á morgun á Suðurlandi, klukkan tólf á hádegi á miðhálendinu og klukkan fjögur eftir hádegi á Faxaflóa. Gildir viðvörunin svo til klukkan tólf á hádegi á laugardag á Suðurlandi og miðhálendinu en til klukkan níu um morguninn á Faxaflóa. Á Suðurlandi má búast við 18 til 25 metrum á sekúndu en hvassast verður við ströndina. Þá má búast við snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið 35 metrar á sekúndu, einkum undir Eyjafjöllum. Svipað verður uppi á teningnum við Faxaflóa þar sem einnig má búast við svo snörpum hviðum, einkum á Kjalarnesi og við Hafnarfjall. „Varasamar aðstæður fyrir ökutæki, einkum fyrir þau sem taka á sig mikinn vind. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón,“ segir á vef Veðurstofunnar. Á miðhálendinu má búast við stormi eða roki, 20 til 28 metrum á sekúndu. „Búast má við mjög snörpum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll, 30-40 m/s og sandfoki. Varasamar eða hættulegar aðstæður fyrir ferðamenn. Fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám,“ segir í viðvörun Veðurstofunnar. Veður Tengdar fréttir Hvassviðri, stormur og úrhelli Vindurinn ber með sér hlýtt og rakt loft og rignir dálítið fyrir sunnan og vestan. 3. október 2019 06:23 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Aðallega hjálpað vinum sínum í prófkjörum Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland, Faxaflóa og miðhálendið þar sem búast má við hvassviðri eða stormi á morgun og fram á laugardag. Gætu staðbundnar hviður náð allt að 35 metrum á sekúndu. Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir um hefðbundna haustlægð að ræða þótt ekki fylgi mikil úrkoma. Þá er von á annarri lægð eftir helgi sem mun hafa áhrif víðar um landið eins og spár líta út í augnablikinu að sögn Eiríks. Að því er segir á vef Veðurstofunnar mun viðvörunin taka gildi klukkan níu á morgun á Suðurlandi, klukkan tólf á hádegi á miðhálendinu og klukkan fjögur eftir hádegi á Faxaflóa. Gildir viðvörunin svo til klukkan tólf á hádegi á laugardag á Suðurlandi og miðhálendinu en til klukkan níu um morguninn á Faxaflóa. Á Suðurlandi má búast við 18 til 25 metrum á sekúndu en hvassast verður við ströndina. Þá má búast við snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið 35 metrar á sekúndu, einkum undir Eyjafjöllum. Svipað verður uppi á teningnum við Faxaflóa þar sem einnig má búast við svo snörpum hviðum, einkum á Kjalarnesi og við Hafnarfjall. „Varasamar aðstæður fyrir ökutæki, einkum fyrir þau sem taka á sig mikinn vind. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón,“ segir á vef Veðurstofunnar. Á miðhálendinu má búast við stormi eða roki, 20 til 28 metrum á sekúndu. „Búast má við mjög snörpum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll, 30-40 m/s og sandfoki. Varasamar eða hættulegar aðstæður fyrir ferðamenn. Fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám,“ segir í viðvörun Veðurstofunnar.
Veður Tengdar fréttir Hvassviðri, stormur og úrhelli Vindurinn ber með sér hlýtt og rakt loft og rignir dálítið fyrir sunnan og vestan. 3. október 2019 06:23 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Aðallega hjálpað vinum sínum í prófkjörum Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Hvassviðri, stormur og úrhelli Vindurinn ber með sér hlýtt og rakt loft og rignir dálítið fyrir sunnan og vestan. 3. október 2019 06:23