Innlent

Vopnaðir á barnum og í bílnum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af þremur mönnum í gærkvöldi og nótt vegna brota á vopnalögum.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af þremur mönnum í gærkvöldi og nótt vegna brota á vopnalögum. Vísir/vilhelm
Karlmaður í annarlegu ástandi var handtekinn á bar í miðbænum á áttunda tímanum í gærkvöldi. Maðurinn er grunaður um brot á vopnalögum og vörslu fíkniefna. Hann var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Þá hafði lögregla á höfuðborgarsvæðinu afskipti af tveimur til viðbótar vegna brota á vopnalögum. Í fyrra skiptið var ökumaður bifreiðar stöðvaður í Borgartúni skömmu eftir miðnætti. Ökumaðurinn er grunaður um brot á vopnalögum og vörslu fíkniefna.

Síðar hafði lögregla afskipti af manni sofandi í bifreið í Grafarvogi. Maðurinn var í annarlegu ástandi og er grunaður um brot á vopna- og lyfjalögum. Lykill bifreiðarinnar var haldlagður vegna ástands mannsins.

Þá handtók lögregla mann í annarlegu ástandi á Kjalarnesi þar sem hann var að valda öðrum íbúum ónæði.  Maðurinn er grunaður um húsbrot og fór ekki að fyrirmælum lögreglu.  Hann var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu.

Lögregla hafði einnig afskipti af fólki í bifreið á bílastæði í Kópavogi. Mikil fíkniefnalykt fannst í bifreiðinni, að því er segir í dagbók lögreglu, og viðurkenndi farþegi að hann ætti ætluð fíkniefni sem fundust við leit. Málið var afgreitt með vettvangsskýrslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×