Munaðarleysingjaheimilið hlaut Gullna lundann á RIFF Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2019 22:04 Munaðarleysingjaheimilið gerist á seinni hluta níunda áratugarins í afgönsku höfuðborginni Kabúl. Munaðarleysingjaheimilið (e. The Orphanage) hlaut í kvöld Gullna lundann, aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar RIFF. Verðlaunin voru afhent í Norræna húsinu fyrr í kvöld, en þetta er í sextánda sinn sem hátíðin er haldin. Munaðarleysingjaheimilið er eftir leikstjórann Shahrbanoo Sadat og var Katja Adomeit framleiðandi myndarinnar. Katja var viðstödd afhendinguna og tók við verðlaununum. Myndin gerist á seinni hluta níunda áratugarins þar sem hinn fimmtán ára Qodrat býr á götum afgönsku höfuðborgarinnar Kabúl þar sem hann selur bíómiða á svörtum markaði. Er hann mikill aðdáandi Bollywood-mynda og lifir sig sterkt inn í uppáhalds atriðin úr myndunum. „Dag einn fer lögreglan með hann á sovéska munaðarleysingjahælið. En stjórnmálaástandið er að breytast í Kabúl. Qodrat og öll börnin vilja verja heimili sitt,“ segir í umfjöllun RIFF um myndina.Minnst á Síðasta haustið Það var Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem afhenti verðlaunin og sagði að þrátt fyrir lítil fjárráð tækist kvikmyndagerðarmönnunum að endurskapa litríkan heim Afganistan tíunda áratugarins. Í tilkynningu frá RIFF segir að sérstaklega hafi verið minnst á myndina Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg. Þetta er í annað skiptið í sextán ára sögu RIFF sem mynd eftir Íslending er samþykkt í keppnina. Fékk hún sérstaka umfjöllun dómnefndar ásamt myndunum Corpus Christi og Maternal. Sigraði í flokknum Önnur framtíð „Í flokknum Önnur framtíð vann myndin Ferðalangur að nóttu. Flokkurinn Önnur framtíð er metnaðarfullt framlag RIFF til Reykvíkinga þar sem reynt er að sýna áhorfendum það sem er helst á döfinni í heimildarmyndagerð. Erfiðum spurningum er kastað fram. Getum við haldið í það lífsmynstur sem við erum vön eða er kominn tími til að breyta til? Ræður plánetan við ágang mannsins? Komum við vel fram hvert við annað? Í flokknum Önnur framtíð er að finna áhrifamiklar kvikmyndir um mannréttinda- og umhverfismál. Bíó getur breytt heiminum. Dómnefndin minntist sérstaklega á myndina Guðirnir í Molenbeek sem heillaði dómnefndina en verðlaunin fóru til Ferðalangur að nóttu,“ segir í tilkynningunni.Íslenskar stuttmyndir Í flokknum Íslenskar stuttmyndir vann myndin Blaðberinn eftir Ninnu Pálmadóttur. Dómnefndin minntist einnig á stuttmyndina Gulrætur eftir Berg Árnason en myndin Blaðberinn eftir Ninnu vann. Í flokknum Gullna eggið vann myndin Muero Por Volver eftir Javier Marco. Sagt var frá því í gær að franski kvikmyndaleikstjórinn Claire Denis, sem var heiðursgestur RIFF í ár, hafi tekið við heiðursverðlaun hátíðarinnar fyrir framúrskarandi listræna sýn, úr hendi Guðna Th. Jóhannessonar forseti á Bessastöðum í dag. Bíó og sjónvarp Reykjavík RIFF Tengdar fréttir Claire Denis hlaut heiðursverðlaun RIFF Guðni Th. forseti Íslands afhenti Claire Denis verðlaunin á Bessastöðum í dag. 3. október 2019 20:57 Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Munaðarleysingjaheimilið (e. The Orphanage) hlaut í kvöld Gullna lundann, aðalverðlaun kvikmyndahátíðarinnar RIFF. Verðlaunin voru afhent í Norræna húsinu fyrr í kvöld, en þetta er í sextánda sinn sem hátíðin er haldin. Munaðarleysingjaheimilið er eftir leikstjórann Shahrbanoo Sadat og var Katja Adomeit framleiðandi myndarinnar. Katja var viðstödd afhendinguna og tók við verðlaununum. Myndin gerist á seinni hluta níunda áratugarins þar sem hinn fimmtán ára Qodrat býr á götum afgönsku höfuðborgarinnar Kabúl þar sem hann selur bíómiða á svörtum markaði. Er hann mikill aðdáandi Bollywood-mynda og lifir sig sterkt inn í uppáhalds atriðin úr myndunum. „Dag einn fer lögreglan með hann á sovéska munaðarleysingjahælið. En stjórnmálaástandið er að breytast í Kabúl. Qodrat og öll börnin vilja verja heimili sitt,“ segir í umfjöllun RIFF um myndina.Minnst á Síðasta haustið Það var Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem afhenti verðlaunin og sagði að þrátt fyrir lítil fjárráð tækist kvikmyndagerðarmönnunum að endurskapa litríkan heim Afganistan tíunda áratugarins. Í tilkynningu frá RIFF segir að sérstaklega hafi verið minnst á myndina Síðasta haustið eftir Yrsu Roca Fannberg. Þetta er í annað skiptið í sextán ára sögu RIFF sem mynd eftir Íslending er samþykkt í keppnina. Fékk hún sérstaka umfjöllun dómnefndar ásamt myndunum Corpus Christi og Maternal. Sigraði í flokknum Önnur framtíð „Í flokknum Önnur framtíð vann myndin Ferðalangur að nóttu. Flokkurinn Önnur framtíð er metnaðarfullt framlag RIFF til Reykvíkinga þar sem reynt er að sýna áhorfendum það sem er helst á döfinni í heimildarmyndagerð. Erfiðum spurningum er kastað fram. Getum við haldið í það lífsmynstur sem við erum vön eða er kominn tími til að breyta til? Ræður plánetan við ágang mannsins? Komum við vel fram hvert við annað? Í flokknum Önnur framtíð er að finna áhrifamiklar kvikmyndir um mannréttinda- og umhverfismál. Bíó getur breytt heiminum. Dómnefndin minntist sérstaklega á myndina Guðirnir í Molenbeek sem heillaði dómnefndina en verðlaunin fóru til Ferðalangur að nóttu,“ segir í tilkynningunni.Íslenskar stuttmyndir Í flokknum Íslenskar stuttmyndir vann myndin Blaðberinn eftir Ninnu Pálmadóttur. Dómnefndin minntist einnig á stuttmyndina Gulrætur eftir Berg Árnason en myndin Blaðberinn eftir Ninnu vann. Í flokknum Gullna eggið vann myndin Muero Por Volver eftir Javier Marco. Sagt var frá því í gær að franski kvikmyndaleikstjórinn Claire Denis, sem var heiðursgestur RIFF í ár, hafi tekið við heiðursverðlaun hátíðarinnar fyrir framúrskarandi listræna sýn, úr hendi Guðna Th. Jóhannessonar forseti á Bessastöðum í dag.
Bíó og sjónvarp Reykjavík RIFF Tengdar fréttir Claire Denis hlaut heiðursverðlaun RIFF Guðni Th. forseti Íslands afhenti Claire Denis verðlaunin á Bessastöðum í dag. 3. október 2019 20:57 Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Claire Denis hlaut heiðursverðlaun RIFF Guðni Th. forseti Íslands afhenti Claire Denis verðlaunin á Bessastöðum í dag. 3. október 2019 20:57