Enski boltinn

Segja Moyes opinn fyrir endurkomu til Everton

Anton Ingi Leifsson skrifar
Moyes á leik Portúgal og Sviss í Þjóðadeildinni í sumar.
Moyes á leik Portúgal og Sviss í Þjóðadeildinni í sumar. vísir/getty

Enska götublaðið Mirror greinir frá því á vef sínum í dag að David Moyes sé tilbúinn í endurkomu í enska boltann og stjórastarfið hjá Everton heilli hann.

Moyes yfirgaf Everton árið 2013 og tók þá við Manchester United eftir ellefu ára starf hjá þeim bláklæddu. Hann dugði þó einungis í tíu mánuði hjá United.

Samkvæmt heimildum Mirror hefur Moyes áuhga á starfinu hjá Everton sem og öðrum í úrvalsdeildinni en hann neitað tilboðum frá liðum í ensku B og C-deildunum.
Hann er líklegastur til að taka við Everton sem hefur byrjað illa og er í fallsæti þegar átta umferðir eru búnar af enska boltanum.

Moyes kom Everton í forkeppni Meistaradeildarinnar á tíma sínum hjá félaginu og er talinn í miklum metum hjá forráðamönnum félagsins.

Marco Silva er líklegasti stjórinn í úrvalsdeildinni til þess að vera rekinn og sagt er að hann fái lokatilraun gegn West Ham þann 19. október.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.