Innlent

Hafa áður lýst yfir áhyggjum af manninum sem nú er í varðhaldi

Nadine Guðrún Yaghi og Samúel Karl Ólason skrifa
Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi, grunaður um tilraun til manndráps á unnustu sinni, er einn þeirra sem fangelsisyfirvöld hafa lýst yfir miklum áhyggjum af vegna úrræðaleysis þegar þeir losna úr fangelsi. Hann er talinn mjög hættulegur og fellur á milli kerfa.

Páll Winkel, fangelsismálastjóri, sagði í fréttum í desember að alvarlega andlega veikum föngum, sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér eða öðrum, væri haldið inni lengur en öðrum. Lengur en þörf væri á, þar sem engin úrræði væru til staðar fyrir þá.

„Við treystum okkur ekki til að veita þeim reynslulausnir vegna þess að þeir eru illa staddir. Þeir eru alvarlega veikir.“

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu var þá meðal annars um að ræða manninn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald í gær vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni. Hann er grunaður um mjög grófa líkamsárás og kynferðisofbeldi og konan var færð alvarlega slösuð á sjúkrahús.

Sjá einnig: Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna tilraunar til manndráps á unnustu sinni

Maðurinn losnaði síðast úr fangelsi í júlí. Enn er engin úrræði til fyrir alvarlega veika fanga. sem taldir eru hættulegir þegar þeir losna úr fangelsi. Páll hefur áður sagt að hópurinn sé um þrír til fimm fangar hverju sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×