Sigrún er stolt að eiga hlutdeild í því að fólk finni uppruna sinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. september 2019 16:10 Það fer gríðarleg vinna í hvern þátt. Stöð 2 Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, þáttastjórnandi Leitin að upprunanum, hefur hjálpað mörgum að leita að uppruna sínum víða um heim. Þættirnir hennar hafa slegið í gegn á Stöð 2 en þeir hófu göngu sína árið 2016. Sunnudaginn 22. september hefst þriðja þáttaröðin. Sigrún er sjálf uppalin á Akranesi en hún flutti þangað frá Danmörku þegar hún var sjö ára gömul. „Mamma og pabbi skildu og ég held að [við höfum flutt] af því að amma og afi bjuggu hérna og mamma er héðan þannig að það lá einhvern vegin beint við,“ segir Sigrún í viðtali við Ísland í dag. Hún býr enn á Akranesi og keyrir á hverjum degi til Reykjavíkur til vinnu. Hún segir það oft hafa komið til tals að flytja í bæinn en það sé ekki nógu margt sem togi í hana þar. „Ég man eftir því þegar ég var yngri þá vorkenndi ég alltaf krökkum sem bjuggu í Reykjavík. Það var einhvern vegin ekkert við að vera. Ég átti nokkrar vinkonur í Reykjavík sem höfðu búið með mér í Danmörku og það var alltaf verið að taka strætó í Kringluna og eitthvað svona vesen en við vorum alltaf frjáls eins og fuglinn hér.“ „Maður var meira og minna sjálfala frá sjö ára aldri og gerði bara það sem maður vildi þegar maður vildi. En það var svo geggjað,“ bætir hún við.Guðmundur Kort kemur fram í fyrsta þætti þriðju þáttaraðar Leitin að upprunanum.Stöð 2Hún segir fjölskylduna hafa það svo gott á Akranesi, synir hennar tveir fái að upplifa það sama og hún fékk og allt fólkið þeirra er þar, að þau vilji ekki taka sénsinn.Hvað er það sem fær þig til að hjálpa öðrum að leita að uppruna sínum?„Það var nú eiginlega bara eitt lítið tagg á Facebook sem startaði því ævintýri. Kolbrún Sara, sem fór til Tyrklands í fyrstu þáttaröðinni, eins og frægt er orðið, hún setti inn færslu á Facebook um að hana langaði að gera þetta, að leita uppruna síns og var að spá hvort einhver þekkti fjölmiðlamann eða -konu sem hefði áhuga á að koma með,“ segir Sigrún. Þær áttu sameiginlega vinkonu á Facebook sem merkti Sigrúnu í innleggið og út frá því hófst samtal á milli kvennanna tveggja. „Upphaflega var aldrei hugmyndin að fara með mörgum, ég ætlaði bara að sinna þessu eina máli en sú sem var sjónvarpsstjóri á Stöð 2 þá, Hrefna Lind, hún spurði af hverju við gerðum ekki bara þáttaröð?“ segir Sigrún. „Ég bara einhvern vegin samþykki það án þess að hugsa mig mikið um og svo hugsa ég bara „guð minn góður, hvað er ég búin að koma mér út í?“ en þá var ég bara búin að koma mér út í þessa þáttaröð sem er orðin að annarri og núna þriðju.“ Sigrún ætlaði að hætta eftir aðra þáttaröð en ákvað svo að endurtaka leikinn. „Það var eiginlega það að nú er fólk farið að senda mér ábendingar og sögur og ég er svo forvitin og hef svo geðveikislegan áhuga á fólki og sögum af fólki. Málið sem er á dagskrá í fyrsta þættinum núna á sunnudag er það sem startaði þessu fyrir tveimur árum, ég gat ekki sleppt því.“ Hún fékk póst frá manni sem þekkir Guðmund Kort, sem er í þessum fyrsta þætti, og sagði mér það að hann er búinn að leita að föður sínum í rúm fjörutíu ár. Maður hefur auðvitað líka bara gaman af áskorunum,“ segir Sigrún. Sigrún segir það afar gefandi að hafa sameinað ástvini og er stolt af þáttunum. „Eftir þessa þætti hef ég oft hugsað að ég gæti alveg hætt bara nokkuð ánægð með ferilinn eftir þetta. Það hljómar kannski skringilega að maður sé saddur, eða þannig, en mér finnst bara svo gaman að eiga hlutdeild í einhverju sem er svona stórt og þykir voða vænt um það.“ Hún heldur sambandi við fólkið sem hún hefur hjálpað og segist vilja vita hvernig þeim gengur. Vinasambönd hafa myndast við gerð þáttanna og margir óneitanlega góðir vinir hennar. Þátturinn er í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Ísland í dag Leitin að upprunanum Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu Lífið Ókunnug kona á Íslandi bauðst til að borga flug fyrir Örnu til Íslands gegn því að hún hætti keppni Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf Grísalappalísa syngur Megas Harmageddon Fleiri fréttir Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Sjá meira
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, þáttastjórnandi Leitin að upprunanum, hefur hjálpað mörgum að leita að uppruna sínum víða um heim. Þættirnir hennar hafa slegið í gegn á Stöð 2 en þeir hófu göngu sína árið 2016. Sunnudaginn 22. september hefst þriðja þáttaröðin. Sigrún er sjálf uppalin á Akranesi en hún flutti þangað frá Danmörku þegar hún var sjö ára gömul. „Mamma og pabbi skildu og ég held að [við höfum flutt] af því að amma og afi bjuggu hérna og mamma er héðan þannig að það lá einhvern vegin beint við,“ segir Sigrún í viðtali við Ísland í dag. Hún býr enn á Akranesi og keyrir á hverjum degi til Reykjavíkur til vinnu. Hún segir það oft hafa komið til tals að flytja í bæinn en það sé ekki nógu margt sem togi í hana þar. „Ég man eftir því þegar ég var yngri þá vorkenndi ég alltaf krökkum sem bjuggu í Reykjavík. Það var einhvern vegin ekkert við að vera. Ég átti nokkrar vinkonur í Reykjavík sem höfðu búið með mér í Danmörku og það var alltaf verið að taka strætó í Kringluna og eitthvað svona vesen en við vorum alltaf frjáls eins og fuglinn hér.“ „Maður var meira og minna sjálfala frá sjö ára aldri og gerði bara það sem maður vildi þegar maður vildi. En það var svo geggjað,“ bætir hún við.Guðmundur Kort kemur fram í fyrsta þætti þriðju þáttaraðar Leitin að upprunanum.Stöð 2Hún segir fjölskylduna hafa það svo gott á Akranesi, synir hennar tveir fái að upplifa það sama og hún fékk og allt fólkið þeirra er þar, að þau vilji ekki taka sénsinn.Hvað er það sem fær þig til að hjálpa öðrum að leita að uppruna sínum?„Það var nú eiginlega bara eitt lítið tagg á Facebook sem startaði því ævintýri. Kolbrún Sara, sem fór til Tyrklands í fyrstu þáttaröðinni, eins og frægt er orðið, hún setti inn færslu á Facebook um að hana langaði að gera þetta, að leita uppruna síns og var að spá hvort einhver þekkti fjölmiðlamann eða -konu sem hefði áhuga á að koma með,“ segir Sigrún. Þær áttu sameiginlega vinkonu á Facebook sem merkti Sigrúnu í innleggið og út frá því hófst samtal á milli kvennanna tveggja. „Upphaflega var aldrei hugmyndin að fara með mörgum, ég ætlaði bara að sinna þessu eina máli en sú sem var sjónvarpsstjóri á Stöð 2 þá, Hrefna Lind, hún spurði af hverju við gerðum ekki bara þáttaröð?“ segir Sigrún. „Ég bara einhvern vegin samþykki það án þess að hugsa mig mikið um og svo hugsa ég bara „guð minn góður, hvað er ég búin að koma mér út í?“ en þá var ég bara búin að koma mér út í þessa þáttaröð sem er orðin að annarri og núna þriðju.“ Sigrún ætlaði að hætta eftir aðra þáttaröð en ákvað svo að endurtaka leikinn. „Það var eiginlega það að nú er fólk farið að senda mér ábendingar og sögur og ég er svo forvitin og hef svo geðveikislegan áhuga á fólki og sögum af fólki. Málið sem er á dagskrá í fyrsta þættinum núna á sunnudag er það sem startaði þessu fyrir tveimur árum, ég gat ekki sleppt því.“ Hún fékk póst frá manni sem þekkir Guðmund Kort, sem er í þessum fyrsta þætti, og sagði mér það að hann er búinn að leita að föður sínum í rúm fjörutíu ár. Maður hefur auðvitað líka bara gaman af áskorunum,“ segir Sigrún. Sigrún segir það afar gefandi að hafa sameinað ástvini og er stolt af þáttunum. „Eftir þessa þætti hef ég oft hugsað að ég gæti alveg hætt bara nokkuð ánægð með ferilinn eftir þetta. Það hljómar kannski skringilega að maður sé saddur, eða þannig, en mér finnst bara svo gaman að eiga hlutdeild í einhverju sem er svona stórt og þykir voða vænt um það.“ Hún heldur sambandi við fólkið sem hún hefur hjálpað og segist vilja vita hvernig þeim gengur. Vinasambönd hafa myndast við gerð þáttanna og margir óneitanlega góðir vinir hennar. Þátturinn er í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Ísland í dag Leitin að upprunanum Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu Lífið Ókunnug kona á Íslandi bauðst til að borga flug fyrir Örnu til Íslands gegn því að hún hætti keppni Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf Grísalappalísa syngur Megas Harmageddon Fleiri fréttir Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið
Ókunnug kona á Íslandi bauðst til að borga flug fyrir Örnu til Íslands gegn því að hún hætti keppni Lífið
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið
Ókunnug kona á Íslandi bauðst til að borga flug fyrir Örnu til Íslands gegn því að hún hætti keppni Lífið