Innlent

Samþykkt að lækka hámarkshraða í Laugardalnum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Reykjavegur liggur frá Suðurlandsbraut að Sundlaugarvegi.
Reykjavegur liggur frá Suðurlandsbraut að Sundlaugarvegi. Vísir
Samgöngu- og skipulagsráð samþykkti á fundi sínum í dag að lækka hámarkshraða á Reykjavegi og Sundlaugarvegi. Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og íbúi í hverfinu, greinir frá þessu í Facebook-hópnum Laugarneshverfi.

Auk þess hafi verið samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs að útfæra bestu lausnir til að tryggja hraðalækkun og öruggar gönguþveranir. Fyrir lá að samþykkja hraðalækkun á Laugarásvegi.

„Hlakka til að sjá þetta verða að veruleika og hef fulla trú á að niðurstaðan verði eitthvað sem við öll, íbúar í hverfinu, getum glaðst yfir!“

Katrín segir ekki liggja fyrir hver hraðinn verði eftir breytingarnar. Hámarkshraði er 50 km/klst á stórum hluta fyrrnefndra gatna.

Af umræðu í hópnum og innleggi annarra borgarfulltrúa í málið virðast flestir á því að 30 km/klst væri viðeigandi hraði á götunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×