Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir því að dómsmálaráðherra útskýri hvers vegna Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, hafi ekki verið áminntur eftir að hann sendi tveimur fjölmiðlamönnum bréf á bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra vegna máls sem varðaði hann sjálfan. Kvartandi í málinu segir að ekki sé hægt að búa við að embættismenn brjóti á borgurunum án eftirmála.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Einnig verður rætt við dómsmálaráðherra sem kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun vegna mála ríkislögreglustjóra. Þá verður fjallað ítarlega um nýja skýrslu Sameinuðu þjóðanna um áhrif loftslagsbreytinga á höf og jökla. Hópstjóri loftslagsrannsókna hjá Veðurstofu Íslands segir að breytingar á sjávarstöðu séu óumflýjanlegar, jafnvel þótt dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda strax í dag.

Einnig verður fjallað um nýjustu vendingar í bandarískum stjórnmálum, mönnunarvanda á leikskólum auk þess sem við hittum fyrir ferhyrnda hrútinn Fjarka, sem er kominn með risavaxin horn þrátt fyrir ungan aldur.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×