Enski boltinn

Þarf að mæta í skólann og taka sálfræðipróf sem hann missti af í gær er hann skoraði á Old Trafford

Anton Ingi Leifsson skrifar
Luke Matheson fagnar jöfnunarmarkinu.
Luke Matheson fagnar jöfnunarmarkinu. vísir/getty
Hinn sextán ára gamli Luke Matheson gerði sér lítið fyrir og skoraði á Old Trafford í gær er Manchester United rétt marði C-deildarliðið Rochdale.

Staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma en eftir vítaspyrnukeppni hafði stórliðið betur. Sergio Romero varði tvær vítaspyrnur frá Rochdale en Man. Utd skoraði úr öllum spyrnum sínum.

Mason Greenwood kom United yfir á 68. mínútu en átta mínútum síðar skoraði hinn sextán ára gamli Luke Matheson. Hann er nýbúinn með grunnskóla og er nú í framhaldsskóla.

Hann þurfti frí frá skólanum í gær þar sem hann var að fara spila á einum sögufrægasta velli í heimi, Old Trafford, en við það missti hann af sálfræðiprófi í skólanum.

Hann mætir hins vegar aftur í skólann í dag og fær að taka prófið í dag en mögnuð stund fyrir þennan unga dreng að skora á Old Trafford í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×