Innlent

20 stiga hiti á Snæfellsnesi

Kristján Már Unnarsson skrifar
Úr Staðarsveit á Snæfellsnesi.
Úr Staðarsveit á Snæfellsnesi. Vísir/Pjetur
Óvenju hlýtt er núna á landinu, miðað við að komið er framundir lok septembermánaðar. Sunnanvert Snæfellsnes mælist hlýjasta svæði landsins í dag, samkvæmt tölum Veðurstofunnar. Tvær stöðvar í Staðarsveit hafa sýnt hæstan hita, Bláfeldur með 20 stig og Hraunsmúli með 19,5 stig. Þá hefur hitinn í þjóðgarðinum á Þingvöllum farið í 19,1 stig. 

Í höfuðborginni Reykjavík mældist hitinn 18,1 stig klukkan þrjú. Á sama tíma var 15 stiga hiti á Akureyri. 

Hlýindin ná einnig inn á hálendið. Í Veiðivatnahrauni hefur hitinn farið 15,4 stig í dag, í Vatnsfellsvirkjun mældust 14,5 stig og í Hágöngum undir norðvestanverðum Vatnajökli var 14 stiga hiti. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×