Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Andrúmsloftið var tilfinningaþrungið í höfuðstöðvum Arion banka í dag þar sem um 100 manns misstu vinnuna. Um er að ræða stærstu hópuppsögn fjármálafyrirtækis frá hruni en formaður stéttarfélags fjármálastarfsmanna skoðar nú hvort vísa beri þessum gjörningi til Félagsdóms vegna samráðsleysis.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Samkomulag um uppbyggingu samgönguinnviða og almenningssamganga á höfuðborgarsvæðinu var undirritað í dag. Fjallað verður um það en fjárfestingin nemur 120 milljörðum króna á næstu fimmtán árum. Ríkið mun leggja fram 45 milljarða, sveitarfélögin 15 milljarða og 60 milljarðar verða fengnir með vegatollum.

Áfram verður fylgst með bandarískum stjórnmálum en yfirmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna mætti fyrir þingnefnd í dag og tjáði sig um Úkraínumál Donalds Trump. Þá verður rætt við skipstjóranema sem segir vöntun á fleiri konum í fagið og yfirmann bráðamóttöku Landspítalans sem biður fólk um að gæta varúðar við skurð á avókadó en fjölmargir hafa þurft að leita til læknis eftir svokölluð avókadóslys.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×