Lífið

Allt rifið út úr einbýlishúsi í Árbænum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikið verk framundan.
Mikið verk framundan.
Í síðasta þætti af Gulla Byggir á mánudagskvöldið og var þá komið að því að fylgjast með allsherjar endurbótum á einbýlishúsi í Árbænum.

Þau Fannar Óli Ólafsson og Jónína Björg Benjamínsdóttir voru nýbúin að fá húsið afhent þegar Gulli hitti þau fyrst en húsið keyptu þau af dánarbúi langömmu Fannars.

Til að byrja með þurfti að rífa gjörsamlega allt út þar sem allt í húsinu var upprunalegt. Fylgst var vel með framkvæmdunum í Árbænum og þar komu upp allskonar vandræði.

Í næsta þætti verðu hægt að sjá hvernig útkoman var en hér að neðan má sjá hvernig þetta byrjaði allt saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×