Innlent

Býður sig ekki fram til ritara Sjálf­stæðis­flokksins

Kjartan Kjartansson skrifar
Eyþór hafði verið nefndur sem mögulegur frambjóðandi í ritarakjöri.
Eyþór hafði verið nefndur sem mögulegur frambjóðandi í ritarakjöri. Vísir/vilhelm
Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg, ætlar ekki að gefa kost á sér til embættis ritara flokksins. Hann tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni í dag. Vala Pálsdóttir, formaður Landsambands Sjálfstæðiskvenna, gefur heldur ekki kost á sér.Kosið verður til ritara Sjálfstæðisflokksins á laugardag í kjölfar þess að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var skipuð dómsmálaráðherra.Í færslunni fullyrðir Eyþór að hann hafi fengið fjölda símtala og hvatningu frá sjálfstæðisflokka. Það krefjist hins vegar einbeitingar og fullrar athygli að leiða Sjálfstæðisflokkinn áfram og upp á við.„Ég tel að það gagnist borgarbúum best að ég sé óskiptur í því verki sem ég tók að mér á síðasta ári. Því hef ég ákveðið að gefa ekki kost á mér til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins,“ skrifar hann.Kosning um ritara fer fram á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins sem verður haldinn í Reykjavík á laugardag. Þó að Eyþór verði þar ekki í framboði situr hann ekki auðum höndum í kringum fundinn. Samkvæmt dagskrá á hann að flytja vinsæl Todmobile-lög ásamt Stefaníu Svavars á skemmtun að fundi loknum.Eyþór er ekki sá eini sem dró nafn sitt úr umræðunni um nýjan ritara flokksins í dag. Vala Pálsdóttir, formaður Landsambands Sjálfstæðiskvenna, gerði það sömuleiðis.„Að vel ígrunduðu máli ætla ég að halda áfram á þeirri braut sem ég hef markað með landssambandinu fremur en að taka við starfi ritara flokksins. Ég kann betur við formannstitilinn,“ segir Vala á léttum nótum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.