Innlent

„Marxískt heilbrigðiskerfi“ á vakt Sjálfstæðisflokksins

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Mynd úr safni.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Mynd úr safni. vísir/vilhelm
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór mikinn í gagnrýni sinni á ríkisstjórnina í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Benti hann á að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi lagt mikla áherslu á loftslagsmál í ræðu sinni og sakaði hann Katrínu um að nálgast loftslagsmál á rangan hátt og mikið væri af rangfærslum í umræðunni um loftslagsmál að hans mati.Þannig sagði Sigmundur að ekki væri hægt að halda því fram að fellibyljum hafi fjölgað. Það eina sem hafi breyst sé að meiri byggð sé nú en áður á þeim svæðum þar sem fellibyljir séu tíðir.  „Ekki notast við sýndarpólitík og moka ofan í skurði,“ sagði Sigmundur.Sagði hann að honum þætti sem sótt væri hart að íslenskum landbúnaði með aðgerðum í loftslagsmálum. Í því samhengi varaði hann einnig við því að draga úr hömlum á innflutning á fersku kjöti.Þá gagnrýndi hann, að öfugt við það sem lofað hafi verið, virðist að mati Sigmundar sem ríkisstjórnin hyggist flækja skattkerfið fremur en að einfalda það.

Þá beindi Sigmundur spjótum sínum bæði að Framsóknarflokknum sem sé að hans mati hlutlaus þátttakandi í ríkisstjórn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi látið ýmislegt yfir sig ganga sem ekki samræmist stefnu flokksins. Þannig sé Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að reyna að innleiða „marxískt heilbrigðiskerfi“ sem leitt hafi af sér tvöfalt heilbrigðiskerfi, allt á vakt Sjálfstæðisflokksins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.