Lífið

Hnausþykk ostasósa með sólþurrkuðum tómötum hjá Júlíönu og Gumma

Stefán Árni Pálsson skrifar
Auddi hrærði og hrærði.
Auddi hrærði og hrærði.

Fjórða þáttaröðin af Ísskápastríðinu fór í loftið á Stöð 2 í gærkvöldi en eins og vanalega keppa þau Guðmundur Benediktsson og Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir á móti hvort öðru í matreiðslukeppni og fá þau bæði aðstoð frá landsþekktum einstaklingum.

Að þessu sinni var Auðunn Blöndal með Evu í liði og Júlíana Sara Gunnarsdóttir var með Gumma Ben.

Þau hafa bæði komið áður við sögu í þáttunum en fengu að þessu sinni tækifæri til að bæta sig.

Í þættinum í gær áttu liðin að matreiða forrétt, aðalrétt og eftirrétt. Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins þegar liðin áttu að reiða fram aðalréttinn.

Bæði lið voru í smá vandræðum með að græja sósur en réttirnir heppnuðust mjög vel.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.