Innlent

Segir yfirlýsingar lögreglufélaga ámælisverðar

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Mörg lögreglufélög um landið hafa send frá sér yfirlýsingar vegna málefna ríkislögreglustjóra að undanförnu.
Mörg lögreglufélög um landið hafa send frá sér yfirlýsingar vegna málefna ríkislögreglustjóra að undanförnu. Vísir/Vilhelm
Nýtt útboð vegna einkennisfatnaðar fyrir lögreglu er tilbúið og beðið er eftir að lögregluembættin upplýsi um magntölur svo Ríkiskaup geti sett útboðið af stað.Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu vegna yfirlýsinga lögreglufélaga um mál er varða einkennisfatnað, bílamiðstöð ríkislögreglustjóra og fleira.Jafn framt segir að þar sem dómsmálaráðuneytið hafi tekið ákvörðun um að leggja niður bílamiðstöð ríkislögreglustjóra í júlí síðastliðnum sé ekki ástæða til þess að ráðuneytið taki mál miðstöðvarinnar til skoðunar en skipaður hefur verið vinnuhópur til þess að koma með tillögur um nýtt fyrirkomulag á þeim málum og skilanefnd til þess að annast uppgjör á bílamiðstöðinni.Ríkislögreglustjóri fagnar tímabærri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar enda hafði embættið frumkvæði að því að óska eftir úttekt.Í ljósi þess að framangreind atriði eru þegar í eðlilegum farvegi eru ályktanir lögreglufélaga ekki til þess fallnar að skapa frið um störf lögreglunnar og yfirlýsingar til að ala á ótta um að ágreiningur geti bitnað á endanum á öryggi almennings eru ámælisverðar.


Tengdar fréttir

Misræmi í málflutningi Ríkislögreglustjóra um bílamiðstöð

Ríkislögreglustjóra er skylt að innheimta árlega um 200 milljónir króna umfram rekstrarkostnað lögreglubifreiða í ríkissjóð. Svo virðist sem nokkuð misræmi sé í málflutningi embættisins um málefni bílamiðstöðvar sem ákveðið hefur verið að loka.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.