Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ung kona sem eignaðist barn fyrir þremur dögum vonast til þess að barnavernd veiti henni tækifæri til þess halda barninu í sinni forsjá. Konan féll í neyslu á meðgöngu en með aðstoð komst hún á beinu brautina.Rætt verður við konuna í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.Áfram verður fjallað um lyfjaskort á landinu sem er óvenju mikill um þessar mundir. Lyfjafræðingar segja mikilvægt að einfalda regluverk í kringum undanþágulyf. Of algengt sé að fólk sem þarf að leita í þau frekar en hefðbundin lyf vegna skortsins lendi bæði í töfum og fjárútlátum. Maður sem þarf lífsnauðsynlega á lyfi að halda segir afar slæmt að lenda í að það sé ófáanlegt.Einnig verður fjallað um hugmyndir um einkavæðingu flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og íslenska plastmengun við Jan Mayen. Þá verðum við í beinni frá Midgard-ráðstefnunni í Fífunni en þar kemur saman stór hópur áhugafólks um vísindaskáldskap um helgina.Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.

 

 

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.