Flest málin endurflutt Sighvatur Arnmundsson skrifar 14. september 2019 09:00 Fá þingmannamál eru afgreidd og komast mörg þeirra ekki á dagskrá eða eru svæfð í nefnd. Fréttablaðið/Valli Aðeins þrjú þingmannafrumvörp af þeim 44 sem lögð hafa verið fram á fyrstu dögum nýs þings hafa ekki verið flutt áður en hin 41 eru endurflutt. Af þingsályktunartillögum sem fluttar eru af þingmönnum öðrum en ráðherrum hafa fjórar ekki verið fluttar áður en tuttugu eru endurfluttar. Flest eru málin endurflutt frá síðasta þingi en sum hafa verið flutt margoft áður án þess að hljóta afgreiðslu. Á síðasta löggjafarþingi voru lögð fram 130 þingmannafrumvörp og urðu níu þeirra að lögum. Alls komust 70 frumvörp ekki til umræðu og 48 komust til nefndar en voru ekki afgreidd þaðan. Þá var tveimur málum hafnað og eitt var kallað til baka. Þá voru á síðasta þingi lagðar fram 107 þingsályktunartillögur frá þingmönnum og voru sex þeirra afgreiddar. Tillögur sem komust ekki til umræðu voru 56 talsins, 43 komust til nefndar en voru ekki afgreiddar þaðan og tveimur var hafnað. Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir það ekkert skrýtið að mál séu endurflutt. Þingmenn vilji freista þess að koma góðum málum að. Aðalflöskuhálsinn sé hins vegar nefndirnar. „Þau mál sem þó komast á dagskrá og fara til nefndar komast mjög fá í gegnum nefndirnar. Við í stjórnarandstöðunni höfum lagt áherslu á það að mál komi inn í nefnd og fái þar afgreiðslu. Ef meirihlutinn er á móti þá felli hann bara málið. Hefðin er hins vegar sú að mál eru svæfð inni í nefndum,“ segir Oddný. Hún segir að þingmenn viti kannski að mál séu ekki að fara í gegn en samt sé mikilvægt að leggja þau fram til að lýsa vilja sínum. „Það er mikilvægt að fleiri mál komist til umræðu í þingsal til að nefndirnar geti fjallað um þau. Við hættum ekkert að leggja fram þingmál en reynum að finna leiðir til að vekja athygli á þeim þótt þau séu svæfð í nefnd eða komist ekki á dagskrá.“ Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir að það sé í raun skýr en óskrifuð regla að hlutverk þingmanna eigi ekki að vera að leggja fram þingmál, sem hann sé mjög ósammála. „Það fæst auðvitað eitt og eitt mál samþykkt sem skiptir máli. En í stóra samhenginu líta ráðherrar svo á að þungavigtarmálin séu algjörlega á þeirra forræði.“ Hann segir þá staðreynd að lítið hafi komið fram af nýjum málum á fyrstu dögum þingsins skiljanlega í ljósi þess hve illa gengur að koma þingmannamálum á dagskrá og fá þau samþykkt. Þar að auki þurfi að horfa til þess hvernig tíma þingmanna og starfsfólks þingflokkanna sé forgangsraðað. „Við höfum átt samtal um þessi þingmannamál. Nú erum við búin að vinna fullt af þingmálum og þau sem okkur finnst enn þá vera viðeigandi og áríðandi leggjum við aftur fram. Stefnan hjá okkur er sú að ef það kemur upp eitthvert mikilvægt mál í samfélaginu og við sjáum lausn með lagasetningu, þá forgangsröðum við tíma okkar í það.“ Jón Þór segir nauðsynlegt að efla þingið og vildi gjarnan sjá meiri aðstoð við þingmenn. „Í dag eru þingmenn með ígildi hálfs aðstoðarmanns. Ef við viljum að þeir þingmenn sem treyst hefur verið fyrir þessu starfi sinni því vel þurfum við að fjölga aðstoðarmönnum. Þingmenn geta þá á móti lækkað laun sín til að sýna smá lit.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Aðeins þrjú þingmannafrumvörp af þeim 44 sem lögð hafa verið fram á fyrstu dögum nýs þings hafa ekki verið flutt áður en hin 41 eru endurflutt. Af þingsályktunartillögum sem fluttar eru af þingmönnum öðrum en ráðherrum hafa fjórar ekki verið fluttar áður en tuttugu eru endurfluttar. Flest eru málin endurflutt frá síðasta þingi en sum hafa verið flutt margoft áður án þess að hljóta afgreiðslu. Á síðasta löggjafarþingi voru lögð fram 130 þingmannafrumvörp og urðu níu þeirra að lögum. Alls komust 70 frumvörp ekki til umræðu og 48 komust til nefndar en voru ekki afgreidd þaðan. Þá var tveimur málum hafnað og eitt var kallað til baka. Þá voru á síðasta þingi lagðar fram 107 þingsályktunartillögur frá þingmönnum og voru sex þeirra afgreiddar. Tillögur sem komust ekki til umræðu voru 56 talsins, 43 komust til nefndar en voru ekki afgreiddar þaðan og tveimur var hafnað. Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir það ekkert skrýtið að mál séu endurflutt. Þingmenn vilji freista þess að koma góðum málum að. Aðalflöskuhálsinn sé hins vegar nefndirnar. „Þau mál sem þó komast á dagskrá og fara til nefndar komast mjög fá í gegnum nefndirnar. Við í stjórnarandstöðunni höfum lagt áherslu á það að mál komi inn í nefnd og fái þar afgreiðslu. Ef meirihlutinn er á móti þá felli hann bara málið. Hefðin er hins vegar sú að mál eru svæfð inni í nefndum,“ segir Oddný. Hún segir að þingmenn viti kannski að mál séu ekki að fara í gegn en samt sé mikilvægt að leggja þau fram til að lýsa vilja sínum. „Það er mikilvægt að fleiri mál komist til umræðu í þingsal til að nefndirnar geti fjallað um þau. Við hættum ekkert að leggja fram þingmál en reynum að finna leiðir til að vekja athygli á þeim þótt þau séu svæfð í nefnd eða komist ekki á dagskrá.“ Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, segir að það sé í raun skýr en óskrifuð regla að hlutverk þingmanna eigi ekki að vera að leggja fram þingmál, sem hann sé mjög ósammála. „Það fæst auðvitað eitt og eitt mál samþykkt sem skiptir máli. En í stóra samhenginu líta ráðherrar svo á að þungavigtarmálin séu algjörlega á þeirra forræði.“ Hann segir þá staðreynd að lítið hafi komið fram af nýjum málum á fyrstu dögum þingsins skiljanlega í ljósi þess hve illa gengur að koma þingmannamálum á dagskrá og fá þau samþykkt. Þar að auki þurfi að horfa til þess hvernig tíma þingmanna og starfsfólks þingflokkanna sé forgangsraðað. „Við höfum átt samtal um þessi þingmannamál. Nú erum við búin að vinna fullt af þingmálum og þau sem okkur finnst enn þá vera viðeigandi og áríðandi leggjum við aftur fram. Stefnan hjá okkur er sú að ef það kemur upp eitthvert mikilvægt mál í samfélaginu og við sjáum lausn með lagasetningu, þá forgangsröðum við tíma okkar í það.“ Jón Þór segir nauðsynlegt að efla þingið og vildi gjarnan sjá meiri aðstoð við þingmenn. „Í dag eru þingmenn með ígildi hálfs aðstoðarmanns. Ef við viljum að þeir þingmenn sem treyst hefur verið fyrir þessu starfi sinni því vel þurfum við að fjölga aðstoðarmönnum. Þingmenn geta þá á móti lækkað laun sín til að sýna smá lit.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira