Innlent

Hvassviðri og væta um allt land í dag

Sylvía Hall skrifar
Það er lægð yfir landinu.
Það er lægð yfir landinu. Vísir/Vilhelm
Búast má við hvassviðri og vætu um allt land í dag en allmikil lægð gengur yfir landið. Upp úr hádegi verður lægðin komin austan við landið og mun úrkoma aukast fyrir norðan. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings í morgun.

Það hvessir sunnanlands eftir hádegi en lægir og styttir upp í kvöld og kólnar. Búast má við austan hvassviðri og snörpum vindhviðum undir Eyjafjöllum og í Öræfum og síðdegis er búist við allt að stormi undir Eyjafjöllum og eru því ökumenn á farartækjum sem taka á sig vind beðnir um að fara varlega.

Á morgun er spáð suðvestanátt með skúrum fyrir sunnan og vestan en heldur svalt veður á mánudag og þriðjudag.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:

Norðvestan 3-10 m/s og rigning um landið N-vert og slydda til fjalla, en vestan 8-15 og víða bjart sunnan heiða. Dregur úr vindi um kvöldið. Hiti 3 til 10 stig, en allvíða næturfrost inn til landsins.

Á þriðjudag:

Hægviðri og skýjað með köflum, en vaxandi austanátt og fer að rigna syðst um kvöldið. Hiti 3 til 10 stig að deginum.

Á miðvikudag:

Suðaustlæg átt og væta með köflum S-lands, en annars hægviðri og þurrt að kalla. Milt veður.

Á fimmtudag og föstudag:

Suðlæg eða breytileg átt og rigning í flestum landshlutum. Heldur hlýnandi veður.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×