Innlent

Hvassviðri og væta um allt land í dag

Sylvía Hall skrifar
Það er lægð yfir landinu.
Það er lægð yfir landinu. Vísir/Vilhelm

Búast má við hvassviðri og vætu um allt land í dag en allmikil lægð gengur yfir landið. Upp úr hádegi verður lægðin komin austan við landið og mun úrkoma aukast fyrir norðan. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings í morgun.

Það hvessir sunnanlands eftir hádegi en lægir og styttir upp í kvöld og kólnar. Búast má við austan hvassviðri og snörpum vindhviðum undir Eyjafjöllum og í Öræfum og síðdegis er búist við allt að stormi undir Eyjafjöllum og eru því ökumenn á farartækjum sem taka á sig vind beðnir um að fara varlega.

Á morgun er spáð suðvestanátt með skúrum fyrir sunnan og vestan en heldur svalt veður á mánudag og þriðjudag.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Norðvestan 3-10 m/s og rigning um landið N-vert og slydda til fjalla, en vestan 8-15 og víða bjart sunnan heiða. Dregur úr vindi um kvöldið. Hiti 3 til 10 stig, en allvíða næturfrost inn til landsins.

Á þriðjudag:
Hægviðri og skýjað með köflum, en vaxandi austanátt og fer að rigna syðst um kvöldið. Hiti 3 til 10 stig að deginum.

Á miðvikudag:
Suðaustlæg átt og væta með köflum S-lands, en annars hægviðri og þurrt að kalla. Milt veður.

Á fimmtudag og föstudag:
Suðlæg eða breytileg átt og rigning í flestum landshlutum. Heldur hlýnandi veður.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.