Innlent

Önnur haustlægð gengur yfir landið

Eiður Þór Árnason skrifar
Það er lægð yfir landinu.
Það er lægð yfir landinu. Vísir/Vilhelm

Lægðin frá því í gær stjórnar ennþá veðrinu austast á landinu og nálgast önnur lægð nú landið úr vestri. Gengur því vindur úr suðaustanátt yfir landið sem nær átta til þrettán metrum á sekúndu fyrir hádegi og fer að rigna. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings í morgun.

Síðdegis snýst vindur svo til suðvesturs og úrkoman verður skúrakenndari, og það bætir frekar í vind um landið suðvestanvert, eða vestan þrettán til tuttugu metrar á sekúndu, hvassast við ströndina. Í nótt dregur svo úr vestanáttinni og úrkomu, en gengur í vestan fimmtán til tuttugu metra á sekúndu suðaustanlands. Hiti fimm til tíu stig að deginum, en allvíða næturfrost inn til landsins.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Norðvestan 3-8 m/s og rigning með köflum, en slydda til fjalla, um norðanvert landið. Vestan 8-15 sunnantil og víða bjart veður. Dregur úr vindi um kvöldið. Hiti 4 til 9 stig, en allvíða næturfrost inn til landsins.

Á þriðjudag:
Hæg breytileg átt og víða bjartviðri, en dálítil væta með norðurströndinni. Þykknar upp syðst seint um kvöldið. Hiti 3 til 10 stig að deginum, hlýjast sunnantil.

Á miðvikudag:
Suðaustan 8-13 og ringing um sunnanvert landið, en hægari og þurrt norðantil. Hiti 5 til 10 stig.

Á fimmtudag, föstudag og laugardag:
Suðlæg eða breytileg átt og rigning í flestum landshlutum. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast sunnanlands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.