Mane og Salah skoruðu mörkin en galdrasendingar Firmino stálu senunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2019 17:00 Roberto Firmino fagnar markinu með Mohamed Salah. Getty/ Andrew Powell Liverpool er enn með fullt hús eftir fimm fyrstu umferðir ensku úrvalsdeildarinnar þökk sé endurkomusigri á Newcastle United um helgina. Liverpool lenti 1-0 undir í upphafi leiks en snéri leiknum við og vann sannfærandi 3-1 sigur. Sadio Mane skoraði fyrstu tvö mörkin en það síðasta skoraði Mohamed Salah. Það var gaman fyrir stuðningsmenn Liverpool og sjá þá báða á skotskónum og fagna mörkunum saman eftir pirringin á milli þeirra fyrir landsleikjahlé. Sadio Mane og Mohamed Salah hafa nú skorað jafnmörg mörk á þessu tímabili, fjögur hvor, og enn fremur eru þeir báðir með 26 mörk frá upphafi síðasta tímabils.Bobby Firmino’s MOTM display against @NUFC tempted Jürgen Klopp to join in with Anfield’s frequent serenading of #LFC's No.9...https://t.co/07gl6n6SoS — Liverpool FC (@LFC) September 16, 2019 Mane og Salah skoruðu kannski mörkin í leik helgarinnar en það voru galdrasendingar Brasilíumannsins Roberto Firmino sem stálu senunni. Firmino spilaði með brasilíska landsliðinu aðeins 72 klukkutímum fyrir leikinn og þurfti að auki að ferðast yfir Atlantshafið. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ákvað því að byrja með hann á bekknum. Liverpool var reyndar búið að jafna leikinn þegar Roberto Firmino leysti meiddan Divock Origi af hólmi á 37. mínútu. Aðeins nokkrum mínútum síðar stal Roberto Firmino boltanum og stakk honum inn á Sadio Mane sem kom Liverpool yfir. Firmino stal síðan algjörlega senunni í seinni hálfleik þar sem hann fór á kostum í skemmtilegum sendingum á félaga sína.Bobby's flick Mo's finish Just, WOW! pic.twitter.com/dHlVZW5VQi — Liverpool FC (@LFC) September 14, 2019 Hann hafði getað endað daginn með fjórar eða fimm stoðsendingar en liðsfélagar hans fóru ekki nógu vel með færin. Firmino átti hins vegar galdrasendingu á Mohamed Salah í þriðja markinu. Klopp viðurkenndi að það hafi ekki gengið upp að hafa Divock Origi úti vinstra megin og Sadio Mane inn á miðjunni. „Bobby kom inn í sína bestu stöðu. Mo komst meira inn í leikinn, þeir spiluðu veggspil saman og við tókum stjórnina í leiknum eftir að við fórum að finna Bobby í fæturnar. Liðið skoraði stórglæsileg mörk eftir fallegan fótbolta,“ sagði Klopp. Steve Bruce, knattspyrnustjóri Newcastle, var heldur ekki í neinum vafa um hvað réði úrslitum í leiknum. „Lykillinn fyrir þá var að fá Firmino inn. Hreyfingar hans og spilamennska breytti öllu. Þessir þrír fremstu eru eins góðir og menn verða. Þú skilur vel af hverju þeir eru Evrópumeistarar og töpuðu aðeins einu sinni á síðustu leiktíð,“ sagði Bruce.MAGICAL, BOBBY pic.twitter.com/gmNN6iS1cN — Liverpool FC (@LFC) September 15, 2019 Enski boltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira
Liverpool er enn með fullt hús eftir fimm fyrstu umferðir ensku úrvalsdeildarinnar þökk sé endurkomusigri á Newcastle United um helgina. Liverpool lenti 1-0 undir í upphafi leiks en snéri leiknum við og vann sannfærandi 3-1 sigur. Sadio Mane skoraði fyrstu tvö mörkin en það síðasta skoraði Mohamed Salah. Það var gaman fyrir stuðningsmenn Liverpool og sjá þá báða á skotskónum og fagna mörkunum saman eftir pirringin á milli þeirra fyrir landsleikjahlé. Sadio Mane og Mohamed Salah hafa nú skorað jafnmörg mörk á þessu tímabili, fjögur hvor, og enn fremur eru þeir báðir með 26 mörk frá upphafi síðasta tímabils.Bobby Firmino’s MOTM display against @NUFC tempted Jürgen Klopp to join in with Anfield’s frequent serenading of #LFC's No.9...https://t.co/07gl6n6SoS — Liverpool FC (@LFC) September 16, 2019 Mane og Salah skoruðu kannski mörkin í leik helgarinnar en það voru galdrasendingar Brasilíumannsins Roberto Firmino sem stálu senunni. Firmino spilaði með brasilíska landsliðinu aðeins 72 klukkutímum fyrir leikinn og þurfti að auki að ferðast yfir Atlantshafið. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ákvað því að byrja með hann á bekknum. Liverpool var reyndar búið að jafna leikinn þegar Roberto Firmino leysti meiddan Divock Origi af hólmi á 37. mínútu. Aðeins nokkrum mínútum síðar stal Roberto Firmino boltanum og stakk honum inn á Sadio Mane sem kom Liverpool yfir. Firmino stal síðan algjörlega senunni í seinni hálfleik þar sem hann fór á kostum í skemmtilegum sendingum á félaga sína.Bobby's flick Mo's finish Just, WOW! pic.twitter.com/dHlVZW5VQi — Liverpool FC (@LFC) September 14, 2019 Hann hafði getað endað daginn með fjórar eða fimm stoðsendingar en liðsfélagar hans fóru ekki nógu vel með færin. Firmino átti hins vegar galdrasendingu á Mohamed Salah í þriðja markinu. Klopp viðurkenndi að það hafi ekki gengið upp að hafa Divock Origi úti vinstra megin og Sadio Mane inn á miðjunni. „Bobby kom inn í sína bestu stöðu. Mo komst meira inn í leikinn, þeir spiluðu veggspil saman og við tókum stjórnina í leiknum eftir að við fórum að finna Bobby í fæturnar. Liðið skoraði stórglæsileg mörk eftir fallegan fótbolta,“ sagði Klopp. Steve Bruce, knattspyrnustjóri Newcastle, var heldur ekki í neinum vafa um hvað réði úrslitum í leiknum. „Lykillinn fyrir þá var að fá Firmino inn. Hreyfingar hans og spilamennska breytti öllu. Þessir þrír fremstu eru eins góðir og menn verða. Þú skilur vel af hverju þeir eru Evrópumeistarar og töpuðu aðeins einu sinni á síðustu leiktíð,“ sagði Bruce.MAGICAL, BOBBY pic.twitter.com/gmNN6iS1cN — Liverpool FC (@LFC) September 15, 2019
Enski boltinn Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira