Gekk inn í kennslustofu í Stakkahlíð og byrjaði að fróa sér fyrir framan nemendur Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2019 14:17 Menntavísindasvið Háskóla Íslands við Stakkahlíð. MYND/HÁSKÓLI ÍSLANDS Lögregla handtók karlmann í Stakkahlíð, húsnæði menntavísindasviðs Háskóla Íslands, um hádegisbil í dag eftir að maðurinn gekk inn í kennslustofu og byrjaði að fróa sér fyrir framan nemendur. „Þetta var rétt áður en tíminn byrjaði, um tuttugu mínútum áður. Það sátu nokkrar stelpur á aftasta bekk og ég sat á bekknum fyrir framan. Svo labbar maðurinn inn,“ segir Ómar Atli Sigurðsson nemi við Háskóla Íslands í samtali við Vísi. Hann var staddur í kennslustofunni þegar atvikið átti sér stað. Gengið er inn í stofuna að aftan og stúlkurnar voru því næst manninum þegar hann kom inn. „Hann lokar harkalega á eftir sér, gyrðir niður um sig og byrjar að rúnka sér.“ Ómar segir að þeim sem voru inni í stofunni hafi brugðið mjög þegar þau áttuði sig á því sem var að gerast. „Þær verða fyrir miklu sjokki, koma sér frá og út í horn. Ég stend þá upp og segi ekki neitt í nokkrar sekúndur. Þetta var furðulegt atvik. Svo segi ég honum að koma sér út en hann hlustar ekki, svo verð ég aðeins hvassari og segi honum að drulla sér út. Þá hættir hann og labbar út.“Hafði lent í manninum skömmu áður Ómar og stelpurnar héldu kyrru fyrir í kennslustofunni. Eftir stutta stund kom samnemandi þeirra inni í stofuna sem hringdi á lögreglu. „Svo erum við eftir í stofunni á meðan lögreglan leitar að manninum, sem þau fundu svo á endanum.“ Þá skilst Ómari að maðurinn hafi átt í einhverjum samskiptum við stúlkurnar fyrir utan stofuna áður en þær fóru þangað inn. „Þær voru í mjög miklu sjokki. Það er nú allt í lagi með mig. Það var ein sem lenti aðeins verr í þessu, lenti aðeins meira í honum en aðrar, sem ég sá ekki en sem gerðist víst aðeins á undan. Þær voru að tala um það þegar ég labbaði inn, þær voru mættar í stofuna á undan mér. Mínútu eftir að ég kem inn í stofuna kemur maðurinn.“ Ómar segir að tímanum hafi verið aflýst í kjölfar atviksins. Þá kveðst hann hafa lýst atburðarásinni fyrir lögreglu, sem mætti með fjölmennt lið á staðinn. Fréttastofa hefur ekki náð í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Lögregla handtók karlmann í Stakkahlíð, húsnæði menntavísindasviðs Háskóla Íslands, um hádegisbil í dag eftir að maðurinn gekk inn í kennslustofu og byrjaði að fróa sér fyrir framan nemendur. „Þetta var rétt áður en tíminn byrjaði, um tuttugu mínútum áður. Það sátu nokkrar stelpur á aftasta bekk og ég sat á bekknum fyrir framan. Svo labbar maðurinn inn,“ segir Ómar Atli Sigurðsson nemi við Háskóla Íslands í samtali við Vísi. Hann var staddur í kennslustofunni þegar atvikið átti sér stað. Gengið er inn í stofuna að aftan og stúlkurnar voru því næst manninum þegar hann kom inn. „Hann lokar harkalega á eftir sér, gyrðir niður um sig og byrjar að rúnka sér.“ Ómar segir að þeim sem voru inni í stofunni hafi brugðið mjög þegar þau áttuði sig á því sem var að gerast. „Þær verða fyrir miklu sjokki, koma sér frá og út í horn. Ég stend þá upp og segi ekki neitt í nokkrar sekúndur. Þetta var furðulegt atvik. Svo segi ég honum að koma sér út en hann hlustar ekki, svo verð ég aðeins hvassari og segi honum að drulla sér út. Þá hættir hann og labbar út.“Hafði lent í manninum skömmu áður Ómar og stelpurnar héldu kyrru fyrir í kennslustofunni. Eftir stutta stund kom samnemandi þeirra inni í stofuna sem hringdi á lögreglu. „Svo erum við eftir í stofunni á meðan lögreglan leitar að manninum, sem þau fundu svo á endanum.“ Þá skilst Ómari að maðurinn hafi átt í einhverjum samskiptum við stúlkurnar fyrir utan stofuna áður en þær fóru þangað inn. „Þær voru í mjög miklu sjokki. Það er nú allt í lagi með mig. Það var ein sem lenti aðeins verr í þessu, lenti aðeins meira í honum en aðrar, sem ég sá ekki en sem gerðist víst aðeins á undan. Þær voru að tala um það þegar ég labbaði inn, þær voru mættar í stofuna á undan mér. Mínútu eftir að ég kem inn í stofuna kemur maðurinn.“ Ómar segir að tímanum hafi verið aflýst í kjölfar atviksins. Þá kveðst hann hafa lýst atburðarásinni fyrir lögreglu, sem mætti með fjölmennt lið á staðinn. Fréttastofa hefur ekki náð í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira