Lífið

Saga Hafliða Arnars heitins sögð í þriðja þættinum af Óminni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fjölskylda Arnars opnaði sig í þættinum.
Fjölskylda Arnars opnaði sig í þættinum.

Þáttaröðin Óminni hóf göngu sína fyrir tveimur vikum á Stöð 2, en þættirnir eru framleiddir af þeim Kristjáni Erni Björgvinssyni, Sólrúnu Freyju Sen og Eyþóri Gunnlaugssyni.

Þættirnir voru þrír talsins og eiga að veita okkur innsýn inn í íslenskan veruleika ungs fólks sem ánetjast hefur fíkniefnum. Þriðji og síðasti þátturinn var sýndur á Stöð 2 og hér á Vísi í gær.

Í þáttunum er meðal annars fjalla um misnotkun bensódíasepín lyfja og ópíóíða sem hefur farið stigvaxandi hjá íslenskum ungmennum, eins og víða í Evrópu og Bandaríkjunum.

Kókaín á Íslandi er orðið sterkara og krakkreykingar hafa orðið útbreiddari vegna þess. Í þættinum er sýnt myndefni af ýmiskonar ólöglegri vímuefnaneyslu.

Í þættinum í gær var meðal annars farið yfir sögu Hafliða Arnars Bjarnasonar sem lést árið 2017 og Steindórs Smára Sveinssonar og Einars Darra Óskarssonar sem kvöddu þennan heim í fyrra.

Rætt er við fjölskyldumeðlimi þeirra í þættinum.

Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.