Enski boltinn

Guendouzi í franska hópinn í staðinn fyrir Pogba

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guendouzi og Pogba í baráttunni.
Guendouzi og Pogba í baráttunni. vísir/getty
Matteo Guendouzi, leikmaður Arsenal, hefur verið kallaður inn í franska landsliðshópinn í stað Pauls Pogba, leikmanns Manchester United.Pogba er meiddur á ökkla og þurfti að draga sig út úr landsliðshópnum.Didier Deschamps, þjálfari heimsmeistaranna, hóaði því í hinn tvítuga Guendouzi sem átti mjög góðan leik þegar Arsenal gerði 2-2 jafntefli við Tottenham í Norður-Lundúnaslagnum í gær.Þetta er í fyrsta sinn sem Guendouzi er valinn í A-landsliðið. Hann hefur leikið 21 leik fyrir yngri landslið Frakklands.Guendouzi er af marokkóskum ættum og Hervé Renard, þáverandi landsliðsþjálfari Marokkó, vildi fá hann til að leika fyrir marokkóska landsliðið. Frakkland varð hins vegar fyrir valinu.Guendouzi kom til Arsenal frá Lorient í fyrra. Hann hefur leikið 52 leiki fyrir Arsenal í öllum keppnum.Frakkland mætir Albaníu og Andorra í undankeppni EM 2020 7. og 10. september. Liðin eru með Íslandi í H-riðli.


Tengdar fréttir

Endurkoma hjá Arsenal í fjörugum Lundúnarslag

Arsenal og Tottenham gerðu 2-2 jafntefli í fjörugum Lundúnarslag er liðin mættust á Emirates leikvanginum í dag. Tottenaham komst í 2-0 en Arsenal kom til baka og náði í stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.