Sport

Ólympíuverðlaunahafi fannst látin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Blanca Fernández með bronsið sitt um hálsinn og síðan forsíða íþróttablaðsins Marca.
Blanca Fernández með bronsið sitt um hálsinn og síðan forsíða íþróttablaðsins Marca. Samsett/Getty og Marca
Leit að spænskri íþróttagoðsögn endaði ekki vel því hún fannst látin í fjalllendi nálægt Madrid.Blanca Fernández Ochoa skrifaði nafn sitt í sögu spænskra íþrótta fyrir þremur áratugum þegar hún varð fyrsti Spánverjinn til að vinna verðlaun á Vetrarólympíuleikum.Blanca Fernández var 56 ára gömul en hafði verið saknað síðan 23. ágúst síðastliðinn. Yfirvöld rannsaka nú hvernig hún lést.Blanca Fernández fannst í fjöllunum nálægt Madrid eftir margra daga leit þar sem tóku þátt hundruðir lögreglumanna og sjálfboðaliða.„Þetta er sorgardagur fyrir spænskar íþróttir,“ sagði María José Rienda íþróttamálaráðherra Spánar.Blanca Fernández Ochoa vann bronsverðlaun í svigi á Ólympíuleikunum í Albertville árið 1992. Hún hafði verið í fimmta sæti á leikunum í Calgary fjórum árum fyrr.Það var dóttir skíðakonunnar, Olivia Fresneda, sem lét vita af því í ágúst að móður hennar væri týnd. 1. september síðastliðinn fannst bílinn hennar, svartur Mercedes, í bæ nálægt Madrid.Fjölskylda Fernández biðlaði þá til almennings um að hjálpa til að finna hana.Þessi fyrrum skíðakona hafði mjög gaman af fjallgöngum en hafði þarna farið að heiman án síma og hafði enn fremur ekki notað kortin sín síðan að hún hvarf.Það var síðan leitarhundur sem fann lík hennar í gær.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.