Innlent

Dregur heldur betur til tíðinda á morgun

Birgir Olgeirsson skrifar
Úrkomuspá fyrir morgundaginn.
Úrkomuspá fyrir morgundaginn. Veðurstofa Íslands

Í dag stefnir í rólegheitaveður með vætu um mest allt land, einna síst þó á Vestfjörðum. Þetta kemur fram í hugleiðingu veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands en þar segir að hiti verði 7 til 12 stig í dag.

Í nótt og á morgun dregur hins vegar til tíðinda þegar bætir verulega í vind, úrkomu og hita þegar lægð kemur upp að landinu með allhvassa og milda suðlæga átt með talsverðri rigningu um landið S- og V-vert.

Fólk er sérstaklega hvatt til að huga að niðurföllum þar sem nýfallin laufblöðin geta auðveldlega stíflað þau og athuga einnig að það mun vaxa í ám á svæðinu.

Með hjálp Hnjúkaþeys gæti hitinn farið í 18 eða 19 stig á NA-verðu landinu. Annað kvöld dregur úr úrkomu og vindi allra vestast á landinu, en áfram verður úrhellisrigning S-lands fram á nótt.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Sunnan 10-18 m/s og talsverð rigning um landið S- og V-vert, en úrkomuminna NA-til. Dregur úr vindi og vætu V-ast um kvöldið. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast N-lands.

Á sunnudag:
Minnkandi suðvestanátt, 5-10 m/s seinni partinn. Skýjað með köflum og skúrir V-til, en léttir til NA- og A-lands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast um landið NA-vert.

Á mánudag:
Norðlæg eða breytileg átt með dálítilli vætu af og til, en skúrir sunnan heiða. Hiti 7 til 12 stig yfir daginn.

Á þriðjudag:
Vaxandi austlæg átt með rigningu, en úrkomuminna norðantil. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag:
Norðlæg átt með vætu fyrir norðan og svalt í veðri, en bjart sunnan heiða og hiti upp í 13 stig.

Á fimmtudag:
Útlit fyrir suðvestlæga átt og skúri S-lands, en þurrt og svalt fyrir norðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.