Lífið

Svona er að vera slökkviliðsmaður: Launin rokka upp og niður hjá þeim ungu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Slökkviliðsmenn þurfa oft að fá áfallahjálp eftir útkall.
Slökkviliðsmenn þurfa oft að fá áfallahjálp eftir útkall.

Kjartan Atli Kjartansson leitaði svara við því hvernig væri að vera í slökkviliðinu í Íslandi í dag á Stöð 2 á föstudagskvöldið.

Þar varð hann fróðari meðal annars um hversu erfitt starfið er líkamlega og andlega, hversu langar vaktirnar eru, hver launin eru og hvernig það er fyrir slökkviliðsfólk að koma á slysstað. Kjartan Atli fékk að æfa reykköfun og stóð sig nokkuð vel.

Þeir slökkviliðsmenn sem ræddu við Kjartan Atla voru sammála um að starfið væri gefandi og skemmtilegt.

Aftur á móti mælist starfsánægja innan starfsstéttarinnar ekki nægilega mikil. Nýtt vaktafyrirkomulag hjá yngri kynslóðinni gæti verið útskýringin en einn mánuðinn vinna slökkviliðsmennirnir minna og fá því minna greitt og í næsta mánuði vinna þeir á lengri vöktum og fá þá meira greitt.

Þetta getur verið óþægilegt, að launin rokki svona upp og niður. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.