Spæjaraskóli fyrir krakka settur á laggirnar á Akureyri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. ágúst 2019 11:37 Krakkar á aldrinum 9-12 ára munu geta verið áskrifendur að spæjarakössum. getty/George Rinhart/facebook „Þetta eru í rauninni ráðgátukassar í áskrift fyrir 9-12 ára krakka. Hugmyndin er að í hverjum kassa er ein saga, bara ráðgátusaga sem að áskrifandinn þarf að aðstoða aðalpersónurnar við,“ segir Lína Rut Olgeirsdóttir, einn stofnenda Spæjaraskólans sem hefur verið settur á laggirnar á Akureyri. Spæjaraskólinn eru áskriftakassar fyrir krakka þar sem leysa þarf hinar ýmsu ráðgátur. Sagan í fyrsta áskriftakassanum ber heitið Listaverkaráðgátan en í honum þarf áskrifandinn að aðstoða Klöru Sif og Atla Pavel, aðalpersónur sagnanna, að leysa ráðgátuna. Listaverki hefur verið stolið af listasafni bæjarins og þarf að finna það. Þau lenda í ýmsum vandræðum og kemur þá áskrifandinn inn í söguna og aðstoðar þau við að leysa vandamálin. Lína ræddi þetta í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Áskrifendur fá kassa sem inniheldur nokkur umslög sem eru merkt og nokkrir lausir hlutir. Í hverju umslagi er hluti af sögunni og þraut og til að vita hvort þrautin hafi verið leyst rétt er farið inn á vefsvæði skólans og niðurstaðan slegin inn. Þá kemur upp hvort sú niðurstaða sé rétt eða röng. Sé niðurstaðan rétt má opna næsta umslag. „Við erum búin að vera að vinna að þessu í allt sumar en við vonumst til að fyrsti kassinn komi út fyrir lok næsta mánaðar.“Skráning áskrifenda er hafin og Lína segist búast við að fyrsti kassinn verði sendur út 27. september. Kassarnir verða sendir út um allt land en hægt verður fyrir áskrifendur að sækja kassana á Akureyri, í Reykjavík og á Hvammstanga. Ný saga mun koma út annan hvern mánuð. „Ég er búin að nota mín eigin börn svolítið í tilraunastarfsemi og í næstu viku erum við að fara í prufukeyrslu sem verður stærri. Sjá hvort það gangi allt upp,“ segir Lína. Hún segir ráðgátuna ekki vera jafn langa og bók en að Listaverkagátan sé til dæmis sjö kaflar. Akureyri Bítið Krakkar Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Sjá meira
„Þetta eru í rauninni ráðgátukassar í áskrift fyrir 9-12 ára krakka. Hugmyndin er að í hverjum kassa er ein saga, bara ráðgátusaga sem að áskrifandinn þarf að aðstoða aðalpersónurnar við,“ segir Lína Rut Olgeirsdóttir, einn stofnenda Spæjaraskólans sem hefur verið settur á laggirnar á Akureyri. Spæjaraskólinn eru áskriftakassar fyrir krakka þar sem leysa þarf hinar ýmsu ráðgátur. Sagan í fyrsta áskriftakassanum ber heitið Listaverkaráðgátan en í honum þarf áskrifandinn að aðstoða Klöru Sif og Atla Pavel, aðalpersónur sagnanna, að leysa ráðgátuna. Listaverki hefur verið stolið af listasafni bæjarins og þarf að finna það. Þau lenda í ýmsum vandræðum og kemur þá áskrifandinn inn í söguna og aðstoðar þau við að leysa vandamálin. Lína ræddi þetta í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Áskrifendur fá kassa sem inniheldur nokkur umslög sem eru merkt og nokkrir lausir hlutir. Í hverju umslagi er hluti af sögunni og þraut og til að vita hvort þrautin hafi verið leyst rétt er farið inn á vefsvæði skólans og niðurstaðan slegin inn. Þá kemur upp hvort sú niðurstaða sé rétt eða röng. Sé niðurstaðan rétt má opna næsta umslag. „Við erum búin að vera að vinna að þessu í allt sumar en við vonumst til að fyrsti kassinn komi út fyrir lok næsta mánaðar.“Skráning áskrifenda er hafin og Lína segist búast við að fyrsti kassinn verði sendur út 27. september. Kassarnir verða sendir út um allt land en hægt verður fyrir áskrifendur að sækja kassana á Akureyri, í Reykjavík og á Hvammstanga. Ný saga mun koma út annan hvern mánuð. „Ég er búin að nota mín eigin börn svolítið í tilraunastarfsemi og í næstu viku erum við að fara í prufukeyrslu sem verður stærri. Sjá hvort það gangi allt upp,“ segir Lína. Hún segir ráðgátuna ekki vera jafn langa og bók en að Listaverkagátan sé til dæmis sjö kaflar.
Akureyri Bítið Krakkar Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Sjá meira