Lífið

Vaxtarræktarkappinn Franco Columbu látinn

Andri Eysteinsson skrifar
Perluvinirnir Arnold Schwarzenegger og Franco Columbu.
Perluvinirnir Arnold Schwarzenegger og Franco Columbu. Facebook/Arnold
Ítalski leikarinn, rithöfundurinn, vaxtaræktarkappinn og aflraunamaðurinn Franco Columbu er látinn 78 ár að aldri.

Franco var einn helsti keppinautur Arnolds Schwarzenegger í baráttunni um vaxtaræktartitilinn Mr.Olympia en var jafnframt einn hans nánasti vinur og æfingafélagi.

Columbu fæddist á miðjarðarhafseyjunni Sardiníu árið 1941 en hann hóf íþróttaferil sinn sem hnefaleikakappi. Columbu stundaði þá lyftingar að miklu kappi og var einn fremsti vaxtaræktarkappi heims en hann vann áðurnefnda Mr. Olympia keppni í tvígang.

Columbu birtist í myndinni Pumping Iron ásamt því að leika hlutverk í Schwarzenegger myndinni Conan the Barbarian. Austurríska eikin, Schwarzenegger, minntist góðvinar síns í hjartnæmri færslu á Facebook í dag.



 „Ég elska þig Franco. Ég mun alltaf muna eftir gleðinni sem þú færðir lífi mínu, ráðleggingunum og glampanum í augunum á þér. Þú varst minn besti vinur,“ skrifar Schwarzenegger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×