Enski boltinn

Carroll þekkti bara tvo leikmenn Liverpool með nafni þegar hann skrifaði undir hjá félaginu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Carroll í búningi Liverpool.
Carroll í búningi Liverpool. vísir/getty
Andy Carroll er kominn aftur heim til Newcastle en hann skrifaði undir samning við félagið eftir að samningur hans hjá West Ham var ekki framlengdur.

Carroll gekk í raðir Liverpool sumarið 2011 en hann var keyptur fyrir 35 milljónir punda. Hann átti að fylla í skarð Fernando Torres sem hafði gengið í raðir Chelsea en það gekki sem skildi.

Nú er hann hins vegar kominn aftur heim til Newcastle og vonast til að geta farið að spila og skora á ný. Carroll er þó ekki mikill áhugamaður um fótbolta.

„Þegar ég var hér síðast þá hékk ég með vinum mínum, spilaði fótbolta, fór út og allt mögulegt en ég horfði aldrei á fótbolta. Ég þekkti aldrei neina leikmenn,“ sagði Carroll í samtali við heimasíðu Newcastle.







„Ég kom inn á æfingasvæðið á föstudegi eða vaknaði á laugardegi og spurði: Við hverja erum við að fara spila? Ég var til í að leggja hart að mér á æfingasvæðinu en þangað til að það var fundur vissi ég ekki við hverja við værum að fara spila, ef ég spurði ekki einhvern.“

Eins og áður segir gekk framherjinn í raðir Liverpool en hann segir kostulega sögu frá þyrluferðinni niður til Liverpool.

„Þegar ég var í þyrlunni á leiðinni til Liverpool hugsaði ég að ég þekkti Steven Gerrard og Jamie Carragher en hvern fleiri? Umboðsmaðurinn þurfti að segja mér það og ég fór á Google og fann liðið.“

„Þetta er sönn saga en hún er slæm því þetta er Liverpool. Þetta er ekki vanvirðing því ég horfði bara einfaldlega ekki á fótbolta svo ég vissi það ekki.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×