Ekki stysta tjónlausa vegalengdin Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. ágúst 2019 14:15 Hið undarlega umferðaróhapp hefur vakið töluverða athygli í dag. Erlendur Þorsteinsson Þrátt fyrir að töluvert tjón hafi orðið á bílunum, sem lentu í hinu sérstaka umferðaróhappi á Granda í dag, segist Sævar Sævarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri bílaleigunnar Blue Car Rental, vera þakklátur fyrir að ekki hafi farið verr. Bílaleigan var með Toyota-jepplinginn á sinni könnu, þann sem ekið var inn um afturrúðu Kia-fólksbíls á ellefta tímanum í morgun eftir um 200 metra ferðalag - sem þó er ekki stysta tjónlausa vegalengd sem Sævar man eftir. Hann segir í samtali við Vísi að jepplingur bílaleigunnar sé töluvert skemmdur eftir uppákomuna; stýrisendi og spyrna séu ónýt auk þess sem töluvert „nudd“ hafi orðið á lakki bílsins. Tryggingamálin séu núna í skoðun, hann sé þannig ekki viss um það á þessari stundu hvort ferðamennirnir sem leigðu bílinn hafi keypt sér viðbótartryggingu.Sjá einnig: Beint af bílaleigunni og upp á bílFyrst og fremst sé hann þó ánægður með að engin slys hafi orðið á fólki.Sævar Sævarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Blue Car Rental.„Bíllinn sem viðskiptavinir okkar er á eru með hefðbundna kaskótryggingu eins og flestir bílaleigubílar. Hins vegar er sjálfsábyrgð á kaskótryggingum bílaleigubíla fremur há, oft á bilinu 350-400 þúsund,“ segir Sævar. „Hafi viðskiptavinur ekki fjárfest í viðbótartryggingum er hann rukkaður þá upphæð þar til ljóst er hvert eiginlegt tjón er. Oftar en ekki eru þó viðskiptavinir okkar með viðbótatryggingar sem lækka sjálfsábyrgðina og endar þá umframkostnaðurinn á bílaleigunni. Þá eru auðvitað ýmis tjón undanþegin kaskótryggingum, s.s. undirvagnstjón, vatnstjón og svo framvegis.“ Hann segist þó ekki búast við öðru en að eigendur hinna bílanna tveggja, fólksbíla af gerðunum Kia og BMW, fái sitt greitt frá tryggingunum. Þrátt fyrir að þetta sé með sérstakari tilfellum sem Sævar man eftir minnir hann á að óhöppin geti alltaf átt sér stað. Þegar viðskiptavinir komast í hann krappan sé það yfirleitt leyst með því að hann greiðir sjálfsábyrgðina á bílnum og honum færður nýr bíll um leið. Fyrir allar útleigur sé gengið úr skugga um að ökumennirnir séu með gild ökuskírteini - „þó erfitt sé að vita hversu færir ökumenn eru í raun og veru en menn séu auðvitað jafn misjafnir bakvið stýrið og þeir eru margir en ætla má að yfirgnæfandi meirihluti viðskiptavina okkar séu fínir ökumenn enda tjón ansi fátíð,“ segir Sævar. Óhappið í morgun sé þannig ekkert einsdæmi. „Þegar við vorum með útibú á Klapparstíg á árum áður tókst einum að keyra um 70 til 100 metra áður en hann var búinn að aka á kyrrstæðan Porsche Cayenne,“ segir Sævar. „Sá ökumaður var svo öruggur með sig að hann sagðist ekki þurfa að kaupa neina viðbótartryggingu á bílinn. Eftir áreksturinn tók hann hins vegar enga áhættu og ákvað að bæta við tryggingu á næsta bíl sem hann leigði.“ Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Á bílaleigubíl á Langjökli: „Am I doing something wrong?“ Fararstjóri sem mætti fimm manna fjölskyldu á illa útbúnum bílaleigubíl á jöklinum segir að Íslendingar verði að gera betur í varúðarmerkingum á hálendinu. 26. ágúst 2014 14:37 Beint af bílaleigunni og upp á bíl Ökumaður bílaleigubíls komst í hann krappan á Grandanum í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 11 í dag. 20. ágúst 2019 11:36 Fylgdu leiðbeiningum Google Maps og óku beint út í Hraunhafnará Fjórar kínverskar stúlkur á ferðalagi á Íslandi sluppu með skrekkinn í liðinni viku. 4. október 2016 15:17 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Sjá meira
Þrátt fyrir að töluvert tjón hafi orðið á bílunum, sem lentu í hinu sérstaka umferðaróhappi á Granda í dag, segist Sævar Sævarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri bílaleigunnar Blue Car Rental, vera þakklátur fyrir að ekki hafi farið verr. Bílaleigan var með Toyota-jepplinginn á sinni könnu, þann sem ekið var inn um afturrúðu Kia-fólksbíls á ellefta tímanum í morgun eftir um 200 metra ferðalag - sem þó er ekki stysta tjónlausa vegalengd sem Sævar man eftir. Hann segir í samtali við Vísi að jepplingur bílaleigunnar sé töluvert skemmdur eftir uppákomuna; stýrisendi og spyrna séu ónýt auk þess sem töluvert „nudd“ hafi orðið á lakki bílsins. Tryggingamálin séu núna í skoðun, hann sé þannig ekki viss um það á þessari stundu hvort ferðamennirnir sem leigðu bílinn hafi keypt sér viðbótartryggingu.Sjá einnig: Beint af bílaleigunni og upp á bílFyrst og fremst sé hann þó ánægður með að engin slys hafi orðið á fólki.Sævar Sævarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Blue Car Rental.„Bíllinn sem viðskiptavinir okkar er á eru með hefðbundna kaskótryggingu eins og flestir bílaleigubílar. Hins vegar er sjálfsábyrgð á kaskótryggingum bílaleigubíla fremur há, oft á bilinu 350-400 þúsund,“ segir Sævar. „Hafi viðskiptavinur ekki fjárfest í viðbótartryggingum er hann rukkaður þá upphæð þar til ljóst er hvert eiginlegt tjón er. Oftar en ekki eru þó viðskiptavinir okkar með viðbótatryggingar sem lækka sjálfsábyrgðina og endar þá umframkostnaðurinn á bílaleigunni. Þá eru auðvitað ýmis tjón undanþegin kaskótryggingum, s.s. undirvagnstjón, vatnstjón og svo framvegis.“ Hann segist þó ekki búast við öðru en að eigendur hinna bílanna tveggja, fólksbíla af gerðunum Kia og BMW, fái sitt greitt frá tryggingunum. Þrátt fyrir að þetta sé með sérstakari tilfellum sem Sævar man eftir minnir hann á að óhöppin geti alltaf átt sér stað. Þegar viðskiptavinir komast í hann krappan sé það yfirleitt leyst með því að hann greiðir sjálfsábyrgðina á bílnum og honum færður nýr bíll um leið. Fyrir allar útleigur sé gengið úr skugga um að ökumennirnir séu með gild ökuskírteini - „þó erfitt sé að vita hversu færir ökumenn eru í raun og veru en menn séu auðvitað jafn misjafnir bakvið stýrið og þeir eru margir en ætla má að yfirgnæfandi meirihluti viðskiptavina okkar séu fínir ökumenn enda tjón ansi fátíð,“ segir Sævar. Óhappið í morgun sé þannig ekkert einsdæmi. „Þegar við vorum með útibú á Klapparstíg á árum áður tókst einum að keyra um 70 til 100 metra áður en hann var búinn að aka á kyrrstæðan Porsche Cayenne,“ segir Sævar. „Sá ökumaður var svo öruggur með sig að hann sagðist ekki þurfa að kaupa neina viðbótartryggingu á bílinn. Eftir áreksturinn tók hann hins vegar enga áhættu og ákvað að bæta við tryggingu á næsta bíl sem hann leigði.“
Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Á bílaleigubíl á Langjökli: „Am I doing something wrong?“ Fararstjóri sem mætti fimm manna fjölskyldu á illa útbúnum bílaleigubíl á jöklinum segir að Íslendingar verði að gera betur í varúðarmerkingum á hálendinu. 26. ágúst 2014 14:37 Beint af bílaleigunni og upp á bíl Ökumaður bílaleigubíls komst í hann krappan á Grandanum í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 11 í dag. 20. ágúst 2019 11:36 Fylgdu leiðbeiningum Google Maps og óku beint út í Hraunhafnará Fjórar kínverskar stúlkur á ferðalagi á Íslandi sluppu með skrekkinn í liðinni viku. 4. október 2016 15:17 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Sjá meira
Á bílaleigubíl á Langjökli: „Am I doing something wrong?“ Fararstjóri sem mætti fimm manna fjölskyldu á illa útbúnum bílaleigubíl á jöklinum segir að Íslendingar verði að gera betur í varúðarmerkingum á hálendinu. 26. ágúst 2014 14:37
Beint af bílaleigunni og upp á bíl Ökumaður bílaleigubíls komst í hann krappan á Grandanum í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 11 í dag. 20. ágúst 2019 11:36
Fylgdu leiðbeiningum Google Maps og óku beint út í Hraunhafnará Fjórar kínverskar stúlkur á ferðalagi á Íslandi sluppu með skrekkinn í liðinni viku. 4. október 2016 15:17
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?