Bíó og sjónvarp

Hvítur, hvítur dagur tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs

Birgir Olgeirsson skrifar
Ingvar E. leikur aðalhlutverk myndarinnar.
Ingvar E. leikur aðalhlutverk myndarinnar.
Fimm norrænar kvikmyndir hafa verið tilnefndar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2019. Hinar tilnefndu myndir voru kynntar á viðburðinum „New Nordic Films“ á kvikmyndahátíðinni í Haugesund í Noregi þann 20. ágúst. Ein myndanna er heimildarmynd og tvær eru fyrstu kvikmyndir viðkomandi leikstjóra í fullri lengd.

Íslenska kvikmyndin “ Hvítur, hvítur dagur ” eftir leikstjórann og handritshöfundinn Hlyn Pálmason og framleiðandann Anton Mána Svansson er tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2019.

Handhafi kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2019 verður kynntur þann 29. október á verðlaunahátíð sem fram fer í Stokkhólmi í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Verðlaunaféð nemur 350 þúsundum danskra króna og skiptist jafnt milli handritshöfundar, leikstjóra og framleiðanda.

Dómnefndir í hverju landi hafa tilnefnt eftirfarandi fimm myndir til kvikmyndaverðlaunanna í ár:

Ísland

Hvítur, hvítur dagur eftir leikstjórann og handritshöfundinn Hlyn Pálmason og framleiðandann Anton Mána Svansson.

Klippa: Hvítur, hvítur dagur - sýnishorn
Danmörk

Dronningen (Queen of Hearts) eftir leikstjórann og handritshöfundinn May el-Toukhy, handritshöfundinn Maren Louise Käehne og framleiðendurna Caroline Blanco og René Ezra.

Finnland

Aurora eftir leikstjórann og handritshöfundinn Miia Tervo og framleiðandann Max Malka.





Noregur

Blindsone (Blind Spot) eftir leikstjórann og framleiðandann Tuva Novotny og framleiðandann Elisabeth Kvithyll.

Svíþjóð

Rekonstruktion Utøya (Reconstructing Utøya) eftir leikstjórann og handritshöfundinn Carl Javér og handritshöfundinn og framleiðandann Fredrik Lange.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×