Lífið

Björn Bragi íhugaði að flytja úr landi og koma aldrei aftur

Birgir Olgeirsson skrifar
Skemmtikrafturinn Björn Bragi Arnarsson komst í fréttirnar á árinu vegna myndbands af honum sem gekk manna á milli á samfélagsmiðlum.
Skemmtikrafturinn Björn Bragi Arnarsson komst í fréttirnar á árinu vegna myndbands af honum sem gekk manna á milli á samfélagsmiðlum. fréttablaðið/stefán

Grínistinn Björn Bragi Arnarsson hefur kynnt til leiks nýja uppistandssýningu sem hefur fengið heitið „Björn Bragi Djöfulsson“. Björn Bragi greinir frá þessu á samfélagsmiðlum en þar þakkar hann tónlistarkonunni Leoncie sérstaklega fyrir að hafa komið með heitið á þessari sýningu þegar hún kallaði hann þessu nafni á kommentakerfi DV.

Um var að ræða frétt af Birni Braga þar sem sagt frá myndbandi sem fór í dreifingu í október í fyrra þar sem Björn Bragi sást káfa á unglingsstúlku á skyndibitastað á Akureyri.

Vakti myndbandið verulega athygli en Björn Bragi baðst afsökunar á framferði sínu og sendi stúlkan fjölmiðlun tilkynningu þar sem hún sagði snertinguna hafa valdið sér óþægindum en hún tæki afsökunarbeiðni Björns Braga gilda.

Lét Björn Bragi lítið fyrir sér fara næstu mánuði og sagði sig meðal annars frá spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, þar sem hann hafði verið kynnir. Í janúar síðastliðnum sneri hann aftur þegar hann var hluti af uppistandssýningu Mið-Íslands. 

Björn Bragi setti auglýsingaplakatið fyrir nýju uppistandssýninguna á Instagram en þar sést grínistinn Anna Svava Knútsdóttir halda á höfði hans en Anna Svava mun sjá um upphitun á sýningunni.

„Síðasta haust var ég að spá í að flytja úr landi og koma aldrei aftur. Í staðinn fáið þið uppistandið Björn Bragi Djöfulsson, föstudaginn 13. september í Gamla bíói,“ skrifar Björn Bragi á Instagram. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.