Enski boltinn

Lögreglan leitar að þessum stuðningsmanni Liverpool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stuðningsmenn Liverpool í leiknum gegn Southampton á laugardaginn.
Stuðningsmenn Liverpool í leiknum gegn Southampton á laugardaginn. vísir/getty

Það voru læti á meðan leik Southampton og Liverpool stóð í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn en sjö ára stuðningsmaður Southampton fékk aðskotahlut í sig stuttu eftir annað mark Liverpool.

Hann sat með fjölskyldu sinni þar sem stuðningsmenn Southampton sátu en hann fékk svo gasbrúsa í andlitið frá hluta stúkunnar þar sem stuðningsmenn Liverpool sátu.

„Þekkið þið þennan mann?“ segir í tilkynningu frá lögreglunni í Hampshire-sýslunni en lögreglan vill ná tali af honum. „Við viljum ná tali af honum vegna atviks sem átti sér stað á St. Mary's 17. ágúst.“

„Hluturinn lenti í sjö ára stuðningsmanni Southampton sem meiddist lítils háttar,“ segir enn fremur í tilkynningunni.

Liverpool vann 2-1 sigur í leiknum en Sadio Mane og Roberto Firmino skoruðu mörk Liverpool áður en Danny Ings minnkaði muninn fyrir Southampton.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.