Lífið

Vil­hjálmur og Katrín fljúga með al­mennu far­þega­flugi eftir einka­þotu­drama

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hertogahjónin með tvö barna sinna.
Hertogahjónin með tvö barna sinna. getty/Samir Hussein
Hertogahjónin af Cambridge vöktu í dag athygli þegar þau ferðuðust ásamt börnum sínum þremur til Skotlands með ódýru farþegaflugi. Slúðurmiðlar í Bretlandi telja þetta vera svar hjónanna við ferðalögum hertogahjónanna af Sussex en þau komust í fréttir fyrr í vikunni vegna þess hve oft þau hafa flogið með einkaþotu.

Harry og Meghan voru harðlega gagnrýnd eftir að þau flugu með einkaþotu bæði til spænsku eyjunnar Ibiza og til Nice í Frakklandi. Ástæða gagnrýninnar er sú að Harry lýsti því yfir í samtali við Dr. Jane Goodall að þau hjónin hygðust ekki eiga fleiri en tvö börn vegna loftslagsmála. Þá þykir fólki það tvískinnungur að fljúga með einkaþotum en predika um loftslagsmál.

Hertogahjónin af Cambridge eru sögð hafa tekið þeim ummælum illa þar sem hjónin eiga þrjú börn. 

Myndband náðist af Vilhjálmi, Katrínu og börnunum ganga út úr flugvélinni í Aberdeen í Skotlandi en talsmaður FlyBe, móðurfyrirtækis Eastern Airways sem fjölskyldan flaug með, sagði í tilkynningu við ET að fyrirtækið væri „hæstánægt að hafa tekið á móti hertogahjónunum af Cambridge og fjölskyldu þeirra um borð í vél sína á ný.“

Slúðurmiðlar í Bretlandi telja mikla togstreitu vera á milli hjónanna tveggja og þetta svar Vilhjálms og Katrínar vera enn einn lið í ósætti þeirra.


Tengdar fréttir

Jane Goodall hitti Archie

Dýrafræðingurinn Jane Goodall heimsótti hertogahjónin af Sussex í síðasta mánuði á heimili þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×