Sport

Katrín Tanja um nektarmyndirnar í „Body Issue“ sem voru teknar á Íslandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Tanja Davíðsdóttir.
Katrín Tanja Davíðsdóttir. Instagram/katrintanja
Myndirnar af Katrínu Tönju Davíðsdóttur sem munu birtast í „Body Issue“ ESPN tímaritsins voru allar teknar á Íslandi.Íslenska CrossFit drottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir er meðal útvaldra íþróttamanna sem prýða síður „Body Issue“ ESPN tímaritsins í ár en blaðið kemur út í næstu viku. Í blaðinu birtast myndir af kroppum íþróttamanna án klæða.Katrín Tanja ræddi myndatökuna í viðtali við netsíðuna Morning Chalkup og þar kemur fram að Katrín hefur alltaf haft mikinn áhuga á „Body Issue“ ESPN sem hefur komið út frá árinu 2009. „Í gegnum árin hefur Body Issue blaðið verið eitt af því skemmtilegasta sem ég skoða,“ sagði Katrín Tanja við blaðamann Morning Chalkup.„Ég sem fimleikakona vildi alltaf verða minni, grennri, léttari og ég stend mig meira að segja að því í dag að vilja að líkaminn minn sé öðruvísi en hann er. Í gegnum árin og þá sérstaklega í gegnum CrossFit þá hef ég lært að elska líkama minn og meta það sem hann getur gert fyrir mig,“ sagði Katrín Tanja.„Ég legg svo mikið á líkama minn og það hvernig ég lít út er vitnisburður um þá miklu vinnu og tileinkun sem ég hef lagt á mig í gegnum öll þessi ár. Ég er svo stolt af því sem ég hef afrekað með þessum líkama,“ sagði Katrín.„Body Issue blaðið fagnar fjölbreytileikanum og þeim afrekum sem fólk með mismunandi líkama geta náð og verið þau bestu í heimi í því sem þau gera. Mér finnst það stórkostlegt að ég fái að vera með í þessum hópi og þetta skiptir mig miklu máli,“ sagði Katrín.„Ég fékk að fara í myndatökuna á Íslandi sem var frábært. Ég var ekki viss um hvernig mér myndi líða en það kom mér á óvart hvað þetta var notalegt. Þetta var eitt það svalasta sem ég hef fengið að vera hluti af. Ég trúi þessu eiginlega ekki ennþá,“ sagði Katrín Tanja en það má sjá greinina í Morning Chalkup með því að smella hér.


Tengdar fréttir

Ekstrabladet: Heimsfrægar stjörnur mæta frá Íslandi

Íslensku CrossFit stjörnurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir munu báðar keppa á Butcher's Classics CrossFit mótinu í Kaupmannahöfn um helgina og koma þeirra hefur vakið athygli.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.